Enski boltinn

Martial varð aftur fyrir kynþáttafordómum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Martial komst lítt áleiðis gegn West Brom.
Anthony Martial komst lítt áleiðis gegn West Brom. getty/Matthew Peters

Anthony Martial, framherji Manchester United, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir 1-1 jafnteflið við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Martial verður fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir leiki United. Það gerðist einnig eftir 1-2 tap fyrir Sheffield United.

Axel Tuanzebe og Marcus Rashford, samherjar Martials, hafa einnig orðið fyrir kynþáttafordómum á síðustu vikum auk leikmanna í öðrum liðum.

Facebook, sem á Instagram, hefur verið gagnrýnt fyrir að taka ekki nógu hart á kynþáttafordómum á samfélagsmiðlinum, meðal annars af Troy Townsend hjá Kick It Out samtökunum.

Lögreglu hefur verið tilkynnt um skilaboðin sem Martial bárust eftir leikinn í gær.

Frakkinn var í byrjunarliði United og lék fyrstu 66 mínútur leiksins. Þetta var annað jafntefli United í ensku úrvalsdeildinni í röð.


Tengdar fréttir

Aftur tapaði United stigum gegn botn­bar­áttu­liði

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við WBA á útivelli í dag. United hefur því tapað fimm stigum gegn gegn botnbaráttuliðum á síðustu vikum; þremur gegn Sheffield United og tveimur gegn WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×