„Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2021 13:29 Unnur Eggertsdóttir horfir mjög mikið á raunveruleikaþættina The Bachelor. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira