Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:02 Grípa þurfti til rýmingar í gær því óvissa var uppi um um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin i desember. Á ljósmyndinni má sjá eyðilegginguna sem ein skriðanna sem féll í desember olli. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem allt hafi verið með kyrrum kjörum í gærkvöldi og nótt þrátt fyrir talsverða úrkomu. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52