Vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd skoði orðræðu Helga Hrafns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd taki til skoðunar ummæli Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um Miðflokkinn. Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“ Alþingi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“
Alþingi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira