Lífið

Metnaðarfullir búningar þrátt fyrir óvenjulegan öskudag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Karatekappi, slökkviliðsmaður, álfadís og galdrastelpa voru meðal þeirra sem mættu í Hörðuvallaskóla í dag og héldu upp á öskudaginn.
Karatekappi, slökkviliðsmaður, álfadís og galdrastelpa voru meðal þeirra sem mættu í Hörðuvallaskóla í dag og héldu upp á öskudaginn. Vísir/Vilhelm

Öskudagur var með óvenjulegu sniði þetta árið líkt og svo margt annað nú á tímum heimsfaraldurs.

Börn klæddu sig þó upp og mættu í búningum í skólann og á frístundaheimilin eftir skóla. Á meðfylgjandi myndum má sjá börn í Hörðuvallaskóla sem bæði sungu og dönsuðu, á sínum heimavelli í skólanum, eins og almannavarnir höfðu gefið tilmæli um.

Á Akureyri var einnig stuð á sundlaugarbakkanum í morgun þegar einn fastagestanna klæddi sig upp og spilaði á harmonikkuna fyrir hóp í sundleikfimi líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjón er sögu ríkari.

Lína langsokkur hefur löngum verið vinsæl fyrirmynd á öskudaginn.Vísir/Vilhelm
Búningarnir í ár voru ekki af verri endanum.Vísir/Vilhelm
Gleðin var við völd.Vísir/Vilhelm
Andlitsmálningin er ómissandi á öskudaginn.Vísir/Vilhelm
Metnaðurinn er ekkert lítill sem lagður hefur verið í þennan búning.Vísir/Vilhelm
Litadýrðin var við völd.Vísir/Vilhelm
Það var bros á hverju andliti í Hörðuvallaskóla í dag.Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×