Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Rush Limbaugh við orðuafhendingu í fyrra þar sem hann fékk frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Getty/Jonathan Newton Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Sjá meira
Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Sjá meira