Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:23 Hákon Daði Styrmisson brosir sínu breiðasta. Hann var markahæstur Eyjamanna í Mosfellsbænum með níu mörk. vísir/hulda margrét ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. Afturelding leiddi í hálfleik, 15-14, og komst þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍBV var hins vegar miklu sterkari síðustu tuttugu mínútur leiksins og vann á endanum öruggan sigur. Petar Jokanovic átti frábæran leik í marki ÍBV og varði tuttugu skot, eða 42 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Arnór Viðarsson sjö. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Guðmundur Bragi Ástþórsson og Blær Hinriksson skoruðu fimm mörk hver fyrir Aftureldingu. Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Mosfellingar voru marki yfir, 15-14, að honum loknum. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn betur, skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum hans og komst þremur mörkum yfir, 19-16. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé og að því loknu skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð. Þorsteinn Leó kom Aftureldingu í 21-20 en þá kom frábær 5-1 kafli hjá ÍBV sem komst þremur mörkum yfir, 22-25, og leit ekki til baka eftir það. Mosfellingar voru afar mistækir í sókninni í seinni hálfeik, töpuðu boltanum hvað eftir annað og Eyjamenn refsuðu grimmilega. Sóknarleikur ÍBV var frábær í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu tuttugu mörk. Eyjamenn nýttu styrkleika sína afar vel og skoruðu haug af mörkum eftir gegnumbrot. Afturelding minnkaði muninn í eitt mark, 24-25, þegar þrettán mínútur voru eftir en nær komst liðið ekki. ÍBV spilaði af mikilli skynsemi á lokakaflanum og vann á endanum fimm marka sigur, 29-34, sem var kærkominn eftir sárt tap fyrir KA í síðustu umferð. Petar Jokanovic varði allt hvað af tók í marki ÍBV, alls tuttugu skot.vísir/hulda margrét Af hverju vann ÍBV? Sterka leikmenn vantar í útilínu Eyjamanna sem er frekar lágvaxin um þessar mundir. Þeir nýttu sér það hins vegar gegn líkamlega sterkum Mosfellingum og fóru oft illa með þá maður gegn manni. ÍBV keyrði líka grimmt í bakið á Aftureldingu og skoraði átta mörk eftir hraðaupphlaup og nokkur eftir hraða miðju. Þá var gríðarlega mikill munur á markvörslunni. Jokanovic varði tuttugu skot (42 prósent) eins og áður sagði á meðan markverðir Aftureldingar, þeir Arnór Freyr Stefánsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson, vörðu aðeins níu skot (21 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Jokanovic átti sem fyrr sagði stórleik í marki ÍBV, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann varði tólf skot. Arnór Viðarsson var frábær í Eyjasókninni og skoraði sjö mörk úr níu skotum, flest eftir kröftug gegnumbrot. Dagur Arnarsson stýrði sóknarleik ÍBV vel og skoraði auk þess sex mörk og Ívar Logi Styrmisson var seigur í hægra megin fyrir utan. Hornamennirnir Hákon Daði og Theodór Sigurbjörnsson nutu sín svo vel í hröðum sóknum ÍBV og skoruðu samtals þrettán mörk. Þorsteinn Leó og Guðmundur Bragi áttu góða kafla í liði Aftureldingar en gerðu sig seka um of mörg mistök eins og félagar þeirra. Hvað gekk illa? Um miðbik seinni hálfleik var eins og Mosfellingar væru að spila með brennheita kartöflu því þeir misstu boltann hvað eftir annað klaufalega frá sér. Afturelding var í góðri stöðu, þremur mörkum yfir en forskotið fuðraði upp á mettíma og liðið kom aldrei til baka eftir að ÍBV náði yfirhöndinni. Þá var vörn Aftureldingar óvenju slök enda ekki á hverjum degi sem liðið fær á sig 34 mörk. Mosfellingar réðu illa við áræðna Eyjamenn sem réðust hvað eftir annað á vörn þeirra með góðum árangri. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær ÍBV FH í heimsókn. Daginn eftir sækir Afturelding Val heim. Gunnar: Algjörlega hauslaust Frammistaða Aftureldingar var Gunnari Magnússyni ekki að skapi.vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Kristinn: Nýttum styrkleika okkar leikmanna Eyjamenn fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Öllu léttara var yfir Kristni Guðmundssyni, þjálfara ÍBV, eftir leikinn í Mosfellsbænum. Hann var ánægður með hvernig Eyjamenn svöruðu góðri byrjun Mosfellinga í seinni hálfleik. „Við héldum áfram að fylgja okkar plani. Við gerðum það mjög vel meirihlutann af leiknum og sköpuðum okkur alltaf færi. Við þurftum bara aðeins að stilla okkur af og gerðum það heldur betur og kaflinn eftir leikhléið var frábær,“ sagði Kristinn. Sóknarleikur ÍBV var virkilega góður enda skoraði liðið 34 mörk. Mörg þeirra komu eftir kröftug gegnumbrot. „Við vorum klókir með boltann og settum upp stöðurnar sem við vildum í leiknum. Við fylgdum okkar skipulagi eftir mestallan leikinn. Við nýttum styrkleika okkar leikmanna,“ sagði Kristinn. „Afturelding er stórir og sterkir og eiga kannski erfiðara með að fá á sig gegnumbrot þar sem tempóið er gott. Við höfum reynt að laga það síðustu vikur og ég var virkilega ánægður að sjá það.“ Petar Jokanovic var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins en hann varði tuttugu skot í marki ÍBV. Kristinn var að vonum ánægður með frammistöðu markvarðarins sem og annarra reyndari leikmanna liðsins. „Engin spurning. Við þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið. Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvernig eldri leikmenn hafa tekið ábyrgð í að hjálpa þeim yngri. Það er góður andi í liðinu og menn eru klárir á því sem þeir vilja gera. Við erum að læra handbolta og vinna leiki í leiðinni.“ Olís-deild karla Afturelding ÍBV
ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. Afturelding leiddi í hálfleik, 15-14, og komst þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍBV var hins vegar miklu sterkari síðustu tuttugu mínútur leiksins og vann á endanum öruggan sigur. Petar Jokanovic átti frábæran leik í marki ÍBV og varði tuttugu skot, eða 42 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Arnór Viðarsson sjö. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Guðmundur Bragi Ástþórsson og Blær Hinriksson skoruðu fimm mörk hver fyrir Aftureldingu. Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Mosfellingar voru marki yfir, 15-14, að honum loknum. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn betur, skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum hans og komst þremur mörkum yfir, 19-16. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé og að því loknu skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð. Þorsteinn Leó kom Aftureldingu í 21-20 en þá kom frábær 5-1 kafli hjá ÍBV sem komst þremur mörkum yfir, 22-25, og leit ekki til baka eftir það. Mosfellingar voru afar mistækir í sókninni í seinni hálfeik, töpuðu boltanum hvað eftir annað og Eyjamenn refsuðu grimmilega. Sóknarleikur ÍBV var frábær í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu tuttugu mörk. Eyjamenn nýttu styrkleika sína afar vel og skoruðu haug af mörkum eftir gegnumbrot. Afturelding minnkaði muninn í eitt mark, 24-25, þegar þrettán mínútur voru eftir en nær komst liðið ekki. ÍBV spilaði af mikilli skynsemi á lokakaflanum og vann á endanum fimm marka sigur, 29-34, sem var kærkominn eftir sárt tap fyrir KA í síðustu umferð. Petar Jokanovic varði allt hvað af tók í marki ÍBV, alls tuttugu skot.vísir/hulda margrét Af hverju vann ÍBV? Sterka leikmenn vantar í útilínu Eyjamanna sem er frekar lágvaxin um þessar mundir. Þeir nýttu sér það hins vegar gegn líkamlega sterkum Mosfellingum og fóru oft illa með þá maður gegn manni. ÍBV keyrði líka grimmt í bakið á Aftureldingu og skoraði átta mörk eftir hraðaupphlaup og nokkur eftir hraða miðju. Þá var gríðarlega mikill munur á markvörslunni. Jokanovic varði tuttugu skot (42 prósent) eins og áður sagði á meðan markverðir Aftureldingar, þeir Arnór Freyr Stefánsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson, vörðu aðeins níu skot (21 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Jokanovic átti sem fyrr sagði stórleik í marki ÍBV, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann varði tólf skot. Arnór Viðarsson var frábær í Eyjasókninni og skoraði sjö mörk úr níu skotum, flest eftir kröftug gegnumbrot. Dagur Arnarsson stýrði sóknarleik ÍBV vel og skoraði auk þess sex mörk og Ívar Logi Styrmisson var seigur í hægra megin fyrir utan. Hornamennirnir Hákon Daði og Theodór Sigurbjörnsson nutu sín svo vel í hröðum sóknum ÍBV og skoruðu samtals þrettán mörk. Þorsteinn Leó og Guðmundur Bragi áttu góða kafla í liði Aftureldingar en gerðu sig seka um of mörg mistök eins og félagar þeirra. Hvað gekk illa? Um miðbik seinni hálfleik var eins og Mosfellingar væru að spila með brennheita kartöflu því þeir misstu boltann hvað eftir annað klaufalega frá sér. Afturelding var í góðri stöðu, þremur mörkum yfir en forskotið fuðraði upp á mettíma og liðið kom aldrei til baka eftir að ÍBV náði yfirhöndinni. Þá var vörn Aftureldingar óvenju slök enda ekki á hverjum degi sem liðið fær á sig 34 mörk. Mosfellingar réðu illa við áræðna Eyjamenn sem réðust hvað eftir annað á vörn þeirra með góðum árangri. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær ÍBV FH í heimsókn. Daginn eftir sækir Afturelding Val heim. Gunnar: Algjörlega hauslaust Frammistaða Aftureldingar var Gunnari Magnússyni ekki að skapi.vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Kristinn: Nýttum styrkleika okkar leikmanna Eyjamenn fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Öllu léttara var yfir Kristni Guðmundssyni, þjálfara ÍBV, eftir leikinn í Mosfellsbænum. Hann var ánægður með hvernig Eyjamenn svöruðu góðri byrjun Mosfellinga í seinni hálfleik. „Við héldum áfram að fylgja okkar plani. Við gerðum það mjög vel meirihlutann af leiknum og sköpuðum okkur alltaf færi. Við þurftum bara aðeins að stilla okkur af og gerðum það heldur betur og kaflinn eftir leikhléið var frábær,“ sagði Kristinn. Sóknarleikur ÍBV var virkilega góður enda skoraði liðið 34 mörk. Mörg þeirra komu eftir kröftug gegnumbrot. „Við vorum klókir með boltann og settum upp stöðurnar sem við vildum í leiknum. Við fylgdum okkar skipulagi eftir mestallan leikinn. Við nýttum styrkleika okkar leikmanna,“ sagði Kristinn. „Afturelding er stórir og sterkir og eiga kannski erfiðara með að fá á sig gegnumbrot þar sem tempóið er gott. Við höfum reynt að laga það síðustu vikur og ég var virkilega ánægður að sjá það.“ Petar Jokanovic var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins en hann varði tuttugu skot í marki ÍBV. Kristinn var að vonum ánægður með frammistöðu markvarðarins sem og annarra reyndari leikmanna liðsins. „Engin spurning. Við þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið. Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvernig eldri leikmenn hafa tekið ábyrgð í að hjálpa þeim yngri. Það er góður andi í liðinu og menn eru klárir á því sem þeir vilja gera. Við erum að læra handbolta og vinna leiki í leiðinni.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti