Umfjöllun og viðtöl: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:55 Valur Þór Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. Það voru heimamenn sem hófu leikinn af krafti og staðan 4-1 eftir 10 mínútna leik. Þórsarar þá búnir að spila frábæra vörn, Jovan að verja vel í markinu og gestirnir með fá svör. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar ákvað þá að taka leikhlé sem virtist gera sitt. Stjarnan skoraði næstu fimm mörk leiksins og staðan fimm mínútum síðar orðinn 4-6. Forskot sem átti eftir að aukast eftir því sem leið á hálfleikinn þar sem heimamenn skoruðu einungis tvö mörk en gestirnir sex. Staðan að loknum fyrri hálfleik 8-12 fyrir Stjörnunni. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þeim fyrri. Sóknarleikur Þórsara gekk ekki sem skildi en á hálftíma kafla sé horft til síðustu 15 mínútna í fyrri hálfleik og fyrstu fimmtán í seinni hálfleik skoruðu heimamenn aðeins 4 mörk. Staðan því um miðbik seinni hálfleiksins 10-19. Þá tóku Þórsarar leikhlé og keyrðu upp hraðann í leiknum sem skilaði þeim 10 mörkum á síðustu 15 mínútunum. Stjarnan þó alltaf með yfirhöndina og unnu leikinn að lokum með sjö marka mun, 20 - 27. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var einfaldlega betri í kvöld. Þeir byrjuðu ekki vel en þegar það komst flot á boltann og menn eins og Tandri, Ólafur og Björgvin fóru að skjóta utan af velli fóru hlutirnir að ganga betur. Stjarnan náði að opna vörn heimamanna vel en Jovan í marki Þórs reyndist þeim oft erfiður með 14 varinn skot. Það kom samt ekki að sök og Stjarnan vann öruggan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmennirnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik. Jovan í marki Þórs var eins og áður sagði með 14 bolta varða eða 39% markvörslu. Adam hjá Stjörnunni var með yfir 50% markvörslu eða 13 varða bolta. Ihor var atkvæðamestur hjá Þór með sjö mörk. Ólafur Bjarki hjá Stjörnunni skoraði fimm mörk úr fimm skotum og var síógnandi. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Þór var afleiddur þegar leið á leikinn og á hálftíma kafla skoraði liðið aðeins 4 mörk. Tvö síðasta korterið af fyrri hálfleik og tvö fyrsta korterið í seinni hálfleik. Stjarnan var þá kominn með forskot sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir öflugar lokamínútur hjá Þórsurum. Hvað gerist næst? Það er ofboðslega stutt á milli leikja og lítil hvíld. Liðin eiga bæði leik á sunnudaginn. Nágrannaslagur framundan hjá Þór þegar þeir fá KA í heimsókn. Stjarnan heimsækir Fram í Framhúsið en liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Þorvaldur Sigurðsson: Menn þurfa að þora að kasta á markið Þór byrjaði leikinn vel og komst í 4-1. Næstu fimm mörk voru þó Stjörnumanna. „Það er bara eins og menn hafi farið inn í klefa. Ég á mjög erfitt með að útskýra það akkúrat núna en ég er bara vonsvikinn. „Sóknarlega eru við fyrst og fremst að klikka. Vörnin var ágæt. 27 mörk er allt í lagi í handboltaleik en við þurfum að girða okkur vel, vera með belti og axlarbönd til að spila sóknarleik. Það er alveg greinilegt. Menn þurfa að þora að kasta á markið til að skora.“ Heimamenn gerðu vel þar til um miðbik fyrri hálfleik þegar þeir skora aðeins fjögur mörk á hálftíma kafla. Á síðasta korterinu skoraði liðið 10 mörk. „Það er bara eins og þegar leikurinn er búinn. Stressið og pressan farinn að þá fara menn að leyfa sér að gera einhverja hundakúnstir sem eru gerðar hér á æfingu. Ég verð greinilega að fara inn í klefa og nota röddina mína þar því menn verða að fara að girða sig í brækur. Það er alveg á hreinu.“ „Ég held að þetta sé eitthvað hugarangur sem við þurfum að létta á okkur. Það er þétt á milli leikja en við erum vanir þessu. Við erum að reyna að dreifa álaginu en það gengur misvel en þetta er klárlega okkar eigið en ekki andstæðingurinn.“ Þór mætir nágrönnum sínum í KA á sunnudaginn. „Við ætlum að leggja hann upp eins vel og við getum. Við höfum alveg heila tvo sólahringa til þess. Það verður bara gaman, þeir eru með fanta gott lið og hafa verslað vel fyrir þá pening sem frúin í Hamborg gaf þeim.“ Patrekur var ánægður með leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson: Ánægður með þessi tvö stig Eftir 10 mínútna leik var staðan 4-1 fyrir Þór. Patrekur tók þá leikhlé sem kom Stjörnumönnum í gang sem skoruðu næstu fimm mörk og létu þá forystu ekki af hendi. „Við vorum að standa vörnina ágætlega en við vorum alltof staðir sóknarlega. Ég set reyndar örvhentan leikmann inn á í stöðunni 4-1, Pétur Árna. Hann var svolítið tæpur fyrir leikinn eftir leikinn gegn Val en við ákváðum að nota hann. Það er erfiðara að vera með rétthentann í sókninni. Ég sagði samt aðallega við þá að fara að horfa á markið og það er það sem breytist. Vörnin var góð allan tímann. Adam var mjög sterkur í markinu og ég er ánægður með þessi tvö stig.“ „Maður getur talað mikið um hlutina en þú þarft að vinna þessa leiki. Þórsararnir eru að gera vel úr sínu sem þeir hafa. Ég var ánægður að við náðum að losa okkur við þá í seinni hálfleik. Þeir berjast fyrir sínu og það er alveg karakter í þeim. Þetta eru virkilega góð tvö stig. Nú er bara næsti leikur á sunnudaginn á móti Fram sem að við þurfum að fara að undirbúa.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í þéttum pakka um miðja deild. „Þetta er þéttur pakki og við viljum vinna leikina eins og öll lið. Við viljum vera í efri hlutanum. Nú er síðasti leikur á sunnudaginn í fyrri umferðinni. Þá er ágætt að taka smá stöðutjékk en það er alveg nóg eftir af þessu.“ Olís-deild karla Þór Akureyri Stjarnan
Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. Það voru heimamenn sem hófu leikinn af krafti og staðan 4-1 eftir 10 mínútna leik. Þórsarar þá búnir að spila frábæra vörn, Jovan að verja vel í markinu og gestirnir með fá svör. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar ákvað þá að taka leikhlé sem virtist gera sitt. Stjarnan skoraði næstu fimm mörk leiksins og staðan fimm mínútum síðar orðinn 4-6. Forskot sem átti eftir að aukast eftir því sem leið á hálfleikinn þar sem heimamenn skoruðu einungis tvö mörk en gestirnir sex. Staðan að loknum fyrri hálfleik 8-12 fyrir Stjörnunni. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þeim fyrri. Sóknarleikur Þórsara gekk ekki sem skildi en á hálftíma kafla sé horft til síðustu 15 mínútna í fyrri hálfleik og fyrstu fimmtán í seinni hálfleik skoruðu heimamenn aðeins 4 mörk. Staðan því um miðbik seinni hálfleiksins 10-19. Þá tóku Þórsarar leikhlé og keyrðu upp hraðann í leiknum sem skilaði þeim 10 mörkum á síðustu 15 mínútunum. Stjarnan þó alltaf með yfirhöndina og unnu leikinn að lokum með sjö marka mun, 20 - 27. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var einfaldlega betri í kvöld. Þeir byrjuðu ekki vel en þegar það komst flot á boltann og menn eins og Tandri, Ólafur og Björgvin fóru að skjóta utan af velli fóru hlutirnir að ganga betur. Stjarnan náði að opna vörn heimamanna vel en Jovan í marki Þórs reyndist þeim oft erfiður með 14 varinn skot. Það kom samt ekki að sök og Stjarnan vann öruggan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmennirnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik. Jovan í marki Þórs var eins og áður sagði með 14 bolta varða eða 39% markvörslu. Adam hjá Stjörnunni var með yfir 50% markvörslu eða 13 varða bolta. Ihor var atkvæðamestur hjá Þór með sjö mörk. Ólafur Bjarki hjá Stjörnunni skoraði fimm mörk úr fimm skotum og var síógnandi. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Þór var afleiddur þegar leið á leikinn og á hálftíma kafla skoraði liðið aðeins 4 mörk. Tvö síðasta korterið af fyrri hálfleik og tvö fyrsta korterið í seinni hálfleik. Stjarnan var þá kominn með forskot sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir öflugar lokamínútur hjá Þórsurum. Hvað gerist næst? Það er ofboðslega stutt á milli leikja og lítil hvíld. Liðin eiga bæði leik á sunnudaginn. Nágrannaslagur framundan hjá Þór þegar þeir fá KA í heimsókn. Stjarnan heimsækir Fram í Framhúsið en liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Þorvaldur Sigurðsson: Menn þurfa að þora að kasta á markið Þór byrjaði leikinn vel og komst í 4-1. Næstu fimm mörk voru þó Stjörnumanna. „Það er bara eins og menn hafi farið inn í klefa. Ég á mjög erfitt með að útskýra það akkúrat núna en ég er bara vonsvikinn. „Sóknarlega eru við fyrst og fremst að klikka. Vörnin var ágæt. 27 mörk er allt í lagi í handboltaleik en við þurfum að girða okkur vel, vera með belti og axlarbönd til að spila sóknarleik. Það er alveg greinilegt. Menn þurfa að þora að kasta á markið til að skora.“ Heimamenn gerðu vel þar til um miðbik fyrri hálfleik þegar þeir skora aðeins fjögur mörk á hálftíma kafla. Á síðasta korterinu skoraði liðið 10 mörk. „Það er bara eins og þegar leikurinn er búinn. Stressið og pressan farinn að þá fara menn að leyfa sér að gera einhverja hundakúnstir sem eru gerðar hér á æfingu. Ég verð greinilega að fara inn í klefa og nota röddina mína þar því menn verða að fara að girða sig í brækur. Það er alveg á hreinu.“ „Ég held að þetta sé eitthvað hugarangur sem við þurfum að létta á okkur. Það er þétt á milli leikja en við erum vanir þessu. Við erum að reyna að dreifa álaginu en það gengur misvel en þetta er klárlega okkar eigið en ekki andstæðingurinn.“ Þór mætir nágrönnum sínum í KA á sunnudaginn. „Við ætlum að leggja hann upp eins vel og við getum. Við höfum alveg heila tvo sólahringa til þess. Það verður bara gaman, þeir eru með fanta gott lið og hafa verslað vel fyrir þá pening sem frúin í Hamborg gaf þeim.“ Patrekur var ánægður með leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson: Ánægður með þessi tvö stig Eftir 10 mínútna leik var staðan 4-1 fyrir Þór. Patrekur tók þá leikhlé sem kom Stjörnumönnum í gang sem skoruðu næstu fimm mörk og létu þá forystu ekki af hendi. „Við vorum að standa vörnina ágætlega en við vorum alltof staðir sóknarlega. Ég set reyndar örvhentan leikmann inn á í stöðunni 4-1, Pétur Árna. Hann var svolítið tæpur fyrir leikinn eftir leikinn gegn Val en við ákváðum að nota hann. Það er erfiðara að vera með rétthentann í sókninni. Ég sagði samt aðallega við þá að fara að horfa á markið og það er það sem breytist. Vörnin var góð allan tímann. Adam var mjög sterkur í markinu og ég er ánægður með þessi tvö stig.“ „Maður getur talað mikið um hlutina en þú þarft að vinna þessa leiki. Þórsararnir eru að gera vel úr sínu sem þeir hafa. Ég var ánægður að við náðum að losa okkur við þá í seinni hálfleik. Þeir berjast fyrir sínu og það er alveg karakter í þeim. Þetta eru virkilega góð tvö stig. Nú er bara næsti leikur á sunnudaginn á móti Fram sem að við þurfum að fara að undirbúa.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í þéttum pakka um miðja deild. „Þetta er þéttur pakki og við viljum vinna leikina eins og öll lið. Við viljum vera í efri hlutanum. Nú er síðasti leikur á sunnudaginn í fyrri umferðinni. Þá er ágætt að taka smá stöðutjékk en það er alveg nóg eftir af þessu.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti