Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 16:01 Hildur Björg Kjartansdóttir var í stuði á móti Fjölni í gær og sést hér skora eina af körfum sínum í leiknum. Vísir/Elín Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum