Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir mikinn viðsnúning Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 22:32 Birgir Steinn Jónsson og Gunnar Dan Hlynsson áttu afbragðsgóðan leik í kvöld. vísir/vilhelm Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta er nú þremur stigum frá fallsæti, með sjö stig, og aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tíu umferðir eru búnar. Grótta byrjaði ívið betur í kvöld og skyttur liðsins voru greinilega vaknaðar úr dáinu sem þær voru í gegn Þór í síðasta leik. Liðin skoruðu nánast úr hverri sókn til að byrja með en smám saman tóku varnirnar við sér, sérstaklega vörn Framara sem náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-10. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, gerði þá breytingar á sóknarleik liðsins og kippti til að mynda markverðinum af velli í síðustu sóknunum fyrir hlé. Þetta skilaði árangri og Grótta var mikið sterkari síðustu mínútur fyrri hálfleiks, en Fram var þó enn yfir að honum loknum, 17-16. Misheppnaðar breytingar á liði Fram Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, breytti liði sínu talsvert í upphafi seinni hálfleiks og sagði það gert til að dreifa álaginu, í því mikla leikjaálagi sem nú er. Hann kippti meðal annars Breka Dagssyni af velli, sem hafði verið öflugur í sóknarleik Fram og meðal annars gert fimm mörk, en inn komu menn á borð við Þorgrím Smára Ólafsson og Sigurð Örn Þorsteinsson sem áttu stóran þátt í sigrinum gegn Selfossi í síðustu umferð. Þetta hafði hins vegar ekki góð áhrif á sóknarleik Framara. Hvorki Þorgrímur né Sigurður náði neinum takti við leikinn og varnarleikur Gróttu var afar líflegur og öflugur. Fyrir aftan vörnina var svo Stefán Huldar Stefánsson herra Áreiðanlegur, eins og oftar á leiktíðinni. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru skotin oft slök og úr erfiðum færum hjá Frömurum. Grótta náði fljótt frumkvæðinu í seinni hálfleik. Fram hélt í við heimamenn þar til að Daníel Örn Griffin, sem var slakur í fyrri hálfleik, átti frábæra rispu fyrir Gróttu þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, sem skilaði sér í þriggja marka forskoti, 27-24. Stefán hélt svo áfram að verja vel og smám saman fjaraði leikurinn út. Af hverju vann Grótta? Skyttur Gróttu svöruðu kallinu eftir að hafa dregið sig inn í skel í leiknum við Þór í síðustu umferð. Sigurinn vannst þó fyrst og fremst á góðum varnarleik og flottri frammistöðu Stefáns í markinu, gegn ráðþrota Frömurum. Hverjir stóðu upp úr? Það er auðvelt að benda á Stefán Huldar sem mann leiksins með 22 varin skot og 45% markvörslu, en þéttur varnarleikur Gróttu hjálpaði honum að fá viðráðanleg skot frá gestunum. Birgir Steinn Jónsson sýndi frá fyrstu sekúndum leiksins að hann ætlaði að láta til sín taka og skoraði mörg góð skyttumörk. Gunnar Dan Hlynsson var afar orkumikill á báðum endum vallarins og nýtti færin sín vel. Hjá Fram sýndi færeyski landsliðsmaðurinn Vilhelm Poulsen framan af leik hve snjall leikmaður hann er, sem bæði skorar og skapar fyrir félaga sína, en hann var eins slakur og aðrir í liði Fram í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Skotin virtust oft hreinlega leka í gegnum Lárus Helga Ólafsson í marki Framara. Í fyrri hálfleiknum varði hann aðeins 3 af 19 skotum sem hann fékk á sig og hann endaði með 23% markvörslu. Í því fólst mikill munur á liðunum. Daníel Örn Griffin var sem fyrr segir mjög mistækur í fyrri hálfleiknum – hitti illa á markið og tapaði boltanum klaufalega – en þessi kröftuga skytta svaraði fyrir sig á mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Gróttumenn fara á Selfoss á mánudag og reyna að leika sama leik og Framarar sem unnu Selfoss í síðustu umferð. Fram tekur á móti Stjörnunni á sunnudaginn. Sebastian: Orka út um gluggann „Varnarleikur og markvarsla,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, aðspurður hvað hefði orðið liðinu að falli í kvöld. „Það er bara ekki í lagi að fá 30 mörk á sig, alveg sama hver andstæðingurinn er. Við töpuðum síðustu fjörutíu mínútunum 20-12. Við létum pirring og svekkelsi með sóknarleikinn smitast yfir í varnarleikinn og náðum ekki upp fókus eða stemningu. Ég held að við séum með einn bolta varinn í hávörn, markvarslan er lítil. Við hreyfðum okkur mikið og lögðum mikið á okkur en það var bara orka út um gluggann, því við gerðum ekki neitt til að stoppa boltann,“ sagði Sebastian. Eins og fyrr segir gerði hann mannabreytingar í hálfleik sem skiluðu ekki tilætluðum árangri. Voru þær fyrir fram ákveðnar? „Þessi vetur er alveg fordæmalaus. Við erum að spila þrjá leiki á einni viku og þetta er ekki eina vikan. Við verðum að finna leiðir til að rúlla mannskap. Við erum með fullt af mönnum sem kunna handbolta. Planið var að reyna að dreifa álaginu í dag. Það virkaði vel í síðasta leik, en að einhverju leyti virkaði það ekki í dag. Það breytir því ekki að við eigum alltaf að geta spilað vörn,“ sagði Sebastian. Undir lok leiks mátti heyra hann kalla á sína menn að hafa í huga að hvert mark skipti máli: „Þetta er bara fyrri umferðin og innbyrðis úrslit geta skipt máli. Ég hef mjög bitra reynslu af því að smáatriðin geta talið í lokin og hvert einasta mark skiptir máli. Núna þurfum við að vinna Gróttu með fjórum mörkum og öll hin liðin sem við höfum tapað fyrir. Það er margbúið að sanna sig að þetta getur skipt máli.“ Birgir: Skulduðum sjálfum okkur og vorum ógeðslega góðir „Við skulduðum okkur sjálfum svona alvöru frammistöðu eftir glataðan síðasta leik. Við vorum ógeðslega góðir hérna í seinni hálfleik, hrikalega þéttir í vörninni, og þá kemur Stebbi alltaf og tekur sína bolta,“ sagði Birgir Steinn Jónsson sem fór á kostum í kvöld eins og fyrr segir. Hann var klár frá fyrstu mínútu: „Algjörlega. Við áttum þetta inni, sérstaklega ég sjálfur, eftir okkar slakasta leik á tímabilinu, gegn Þór,“ sagði Birgir. Hvað breyttist þegar Fram hafði náð fimm marka forskoti, 15-10? „Við náðum einhvern veginn að stoppa þá í vörninni, loksins. Þeir voru komnir með 15 mörk eftir tuttugu mínútur en um leið og við fengum stopp í vörnina þá varði Stebbi, sem er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur og var frábær í kvöld. Þá kom sóknarleikurinn með. Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu, sérstaklega eftir tapið í síðasta leik þegar við leyfðum Þór að koma upp að okkur. Við erum að reyna að koma okkur aðeins ofar á töflunni,“ sagði Birgir. Olís-deild karla Grótta Fram
Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta er nú þremur stigum frá fallsæti, með sjö stig, og aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tíu umferðir eru búnar. Grótta byrjaði ívið betur í kvöld og skyttur liðsins voru greinilega vaknaðar úr dáinu sem þær voru í gegn Þór í síðasta leik. Liðin skoruðu nánast úr hverri sókn til að byrja með en smám saman tóku varnirnar við sér, sérstaklega vörn Framara sem náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-10. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, gerði þá breytingar á sóknarleik liðsins og kippti til að mynda markverðinum af velli í síðustu sóknunum fyrir hlé. Þetta skilaði árangri og Grótta var mikið sterkari síðustu mínútur fyrri hálfleiks, en Fram var þó enn yfir að honum loknum, 17-16. Misheppnaðar breytingar á liði Fram Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, breytti liði sínu talsvert í upphafi seinni hálfleiks og sagði það gert til að dreifa álaginu, í því mikla leikjaálagi sem nú er. Hann kippti meðal annars Breka Dagssyni af velli, sem hafði verið öflugur í sóknarleik Fram og meðal annars gert fimm mörk, en inn komu menn á borð við Þorgrím Smára Ólafsson og Sigurð Örn Þorsteinsson sem áttu stóran þátt í sigrinum gegn Selfossi í síðustu umferð. Þetta hafði hins vegar ekki góð áhrif á sóknarleik Framara. Hvorki Þorgrímur né Sigurður náði neinum takti við leikinn og varnarleikur Gróttu var afar líflegur og öflugur. Fyrir aftan vörnina var svo Stefán Huldar Stefánsson herra Áreiðanlegur, eins og oftar á leiktíðinni. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru skotin oft slök og úr erfiðum færum hjá Frömurum. Grótta náði fljótt frumkvæðinu í seinni hálfleik. Fram hélt í við heimamenn þar til að Daníel Örn Griffin, sem var slakur í fyrri hálfleik, átti frábæra rispu fyrir Gróttu þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, sem skilaði sér í þriggja marka forskoti, 27-24. Stefán hélt svo áfram að verja vel og smám saman fjaraði leikurinn út. Af hverju vann Grótta? Skyttur Gróttu svöruðu kallinu eftir að hafa dregið sig inn í skel í leiknum við Þór í síðustu umferð. Sigurinn vannst þó fyrst og fremst á góðum varnarleik og flottri frammistöðu Stefáns í markinu, gegn ráðþrota Frömurum. Hverjir stóðu upp úr? Það er auðvelt að benda á Stefán Huldar sem mann leiksins með 22 varin skot og 45% markvörslu, en þéttur varnarleikur Gróttu hjálpaði honum að fá viðráðanleg skot frá gestunum. Birgir Steinn Jónsson sýndi frá fyrstu sekúndum leiksins að hann ætlaði að láta til sín taka og skoraði mörg góð skyttumörk. Gunnar Dan Hlynsson var afar orkumikill á báðum endum vallarins og nýtti færin sín vel. Hjá Fram sýndi færeyski landsliðsmaðurinn Vilhelm Poulsen framan af leik hve snjall leikmaður hann er, sem bæði skorar og skapar fyrir félaga sína, en hann var eins slakur og aðrir í liði Fram í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Skotin virtust oft hreinlega leka í gegnum Lárus Helga Ólafsson í marki Framara. Í fyrri hálfleiknum varði hann aðeins 3 af 19 skotum sem hann fékk á sig og hann endaði með 23% markvörslu. Í því fólst mikill munur á liðunum. Daníel Örn Griffin var sem fyrr segir mjög mistækur í fyrri hálfleiknum – hitti illa á markið og tapaði boltanum klaufalega – en þessi kröftuga skytta svaraði fyrir sig á mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Gróttumenn fara á Selfoss á mánudag og reyna að leika sama leik og Framarar sem unnu Selfoss í síðustu umferð. Fram tekur á móti Stjörnunni á sunnudaginn. Sebastian: Orka út um gluggann „Varnarleikur og markvarsla,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, aðspurður hvað hefði orðið liðinu að falli í kvöld. „Það er bara ekki í lagi að fá 30 mörk á sig, alveg sama hver andstæðingurinn er. Við töpuðum síðustu fjörutíu mínútunum 20-12. Við létum pirring og svekkelsi með sóknarleikinn smitast yfir í varnarleikinn og náðum ekki upp fókus eða stemningu. Ég held að við séum með einn bolta varinn í hávörn, markvarslan er lítil. Við hreyfðum okkur mikið og lögðum mikið á okkur en það var bara orka út um gluggann, því við gerðum ekki neitt til að stoppa boltann,“ sagði Sebastian. Eins og fyrr segir gerði hann mannabreytingar í hálfleik sem skiluðu ekki tilætluðum árangri. Voru þær fyrir fram ákveðnar? „Þessi vetur er alveg fordæmalaus. Við erum að spila þrjá leiki á einni viku og þetta er ekki eina vikan. Við verðum að finna leiðir til að rúlla mannskap. Við erum með fullt af mönnum sem kunna handbolta. Planið var að reyna að dreifa álaginu í dag. Það virkaði vel í síðasta leik, en að einhverju leyti virkaði það ekki í dag. Það breytir því ekki að við eigum alltaf að geta spilað vörn,“ sagði Sebastian. Undir lok leiks mátti heyra hann kalla á sína menn að hafa í huga að hvert mark skipti máli: „Þetta er bara fyrri umferðin og innbyrðis úrslit geta skipt máli. Ég hef mjög bitra reynslu af því að smáatriðin geta talið í lokin og hvert einasta mark skiptir máli. Núna þurfum við að vinna Gróttu með fjórum mörkum og öll hin liðin sem við höfum tapað fyrir. Það er margbúið að sanna sig að þetta getur skipt máli.“ Birgir: Skulduðum sjálfum okkur og vorum ógeðslega góðir „Við skulduðum okkur sjálfum svona alvöru frammistöðu eftir glataðan síðasta leik. Við vorum ógeðslega góðir hérna í seinni hálfleik, hrikalega þéttir í vörninni, og þá kemur Stebbi alltaf og tekur sína bolta,“ sagði Birgir Steinn Jónsson sem fór á kostum í kvöld eins og fyrr segir. Hann var klár frá fyrstu mínútu: „Algjörlega. Við áttum þetta inni, sérstaklega ég sjálfur, eftir okkar slakasta leik á tímabilinu, gegn Þór,“ sagði Birgir. Hvað breyttist þegar Fram hafði náð fimm marka forskoti, 15-10? „Við náðum einhvern veginn að stoppa þá í vörninni, loksins. Þeir voru komnir með 15 mörk eftir tuttugu mínútur en um leið og við fengum stopp í vörnina þá varði Stebbi, sem er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur og var frábær í kvöld. Þá kom sóknarleikurinn með. Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu, sérstaklega eftir tapið í síðasta leik þegar við leyfðum Þór að koma upp að okkur. Við erum að reyna að koma okkur aðeins ofar á töflunni,“ sagði Birgir.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti