Sport

Átta ofurglímur í beinni annað kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Helgi og Eiður Sigurðsson eru meðal þeirra sem eigast við í Collab glímunni.
Kristján Helgi og Eiður Sigurðsson eru meðal þeirra sem eigast við í Collab glímunni.

Á morgun, 19. febrúar, verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða átta skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á YouTube og á Vísi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Collab glíman er haldin. Keppt er í brasilísku jiu-jitsu og er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki þar sem engin stig eru í boði. 

Margir af færustu glímumönnum og -konum Íslands keppa á mótinu en þar af eru þrír með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu.

Mótinu verður streymt í beinni á Youtube rás Mjölnis og á Vísi og hefst klukkan 20:00.

Gunnar Nelson og Kristín Sif, útvarpskona og boxari, lýsa mótinu. Davíð Rúnar Bjarnason verður kynnir.

Glímurnar átta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×