Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 20:18 Ted Cruz á flugvellinum í Cancun. Getty/MEGA/GC Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins. Bandaríkin Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent