Gunnar: Eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:55 Gunnar Magnússon var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu fimm marka sigur, 29-34. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti