Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 25-20 | Haukar á toppinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 22:33 Orri Freyr Þorkelsson. Vísir/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur og komu sér aftur upp í 1. sæti eftir sigur á Selfoss í Olís-deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur, 25-20. Jafnræði var með liðunum nánast allan fyrri hálfleik. Leikurinn var tiltölulega hægur og skiptust liðin á því að ná 1-2 marka forystu. Snemma leiks fer Sveinn Aron Sveinsson meiddur út af og stuttu seinna fékk Nökkvi Dan Elliðasson högg á andlitið og þurfti einnig að fara útaf. Það kom ekki að sök og áfram hélt leikurinn að vera hnífjafn og var það ekki fyrr en á loka mínútum fyrri hálfleiks sem Haukar komu sér í tveggja marka forystu og staðan því 11-9 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar mættu mun sterkari í seinni hálfleik. Þeir skora fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og þá var ekki aftur snúið. Selfyssingar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og voru með í heildina 17 tapaða bolta. Haukar héldu áfram sínu striki og unnu með fimm mörkum 25-20. Haukarnir eru að gera góða hluti og sitja í efsta sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Afhverju unnu Haukar? Haukar voru mun ákveðnari í seinni hálfleik og keyrðu fram úr Selfyssingum. Varnarleikurinn var góður og Björgvin að verja mikilvæga botla í markinu. Einnig var sóknarleikurinn öflugur og voru þeir fljótir fram í hraðaupphlaup sem skilaði sínu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka voru hornamennirnir atkvæðamestir, Orri Freyr Þorkelson var með 7 mörk og Brynjólfur Snær Brynjólfsson með 5 mörk. Björgvin Páll var góður í markinu með 13 varða bolta, 39% markvörslu. Hjá Selfoss voru Hergeir Grímsson og Ragnar Jóhannsson atkvæða mestir báðir með 5 mörk. Vilius Rasimas var góður í markinu með 12 bolta varða, 32% markvörslu. Hvað gekk illa? Hvernig Selfyssingar töpuðu boltanum gerði útslagið í þessum leik. 17 tapaðir boltar og Haukar fljótir að refsa fyrir það. Hvað gerist næst? Haukar sækja ÍR heim, í Austurberg í næstu umferð sem fer fram 22. febrúar og er leikurinn kl 18.00. Selfyssingar eru einnig með leik 22. febrúar en þá fá þeir Gróttu í heimsókn, kl 19:30. Aron er að gera góða hluti á Ásvöllum.vísir/vilhelm Aron Kristjánsson: Menn mættu virkilega beittir og undirbjuggu sig vel Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handbolta var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir lögðu Selfoss að velli, 25-20. „Ég er ánægður með leikinn. Við spiluðum mjög sterkann varnarleik og Björgvin var mjög góður í markinu og það var grundvöllurinn að því að við vinnum þennan leik. Einnig vorum við agaðir og beittir sóknarlega,“ sagði Aron í leikslok. Haukar spiluðu við FH í síðustu umferð þar sem þeir gerðu jafntefli. Það var allt annað að sjá liðið í kvöld. „Mér fannst við spila betur í dag. Mér fannst við gera klaufavillur á móti FH og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum þá ekki alveg að ná að fylgja því sem við vildum gera á köflum. Við fórum vel yfir það og menn mættu virkilega beittir og undirbjuggu sig vel.“ Haukar sækja ÍR heim í næstu umferð. „ÍR, það er sýnd veiði en ekki gefin. Við verðum að taka öllum leikjum alvarlega þrátt fyrir að þeir hafa átt erfitt uppdráttar og við þurfum að mæta fullir einbeitingar til þess að fá góðan leik,“ sagði Aron að lokum. Björgvin Páll Gústavsson: Þetta var frábær leikur Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var sáttur með frammistöðu sinna manna eftir fimm marka sigur á Selfoss í kvöld. „Þetta var frábært leikur, næstum því óaðfinnalegur að mörgu leiti. Það voru tækni mistök og klaufa mistök en heilt yfir var þetta bara frábært. Að fá 20 mörk á sig á móti Selfossi er mjög góður varnarleikur.“ „Strákarnir koma mér inn í leikinn. Þeir spila frábæra blokk og spila frábæra vörn. Þráinn kemur inn og skilar frábærri varnarvinnu fyrir mig og gerir lífið mitt auðveldara.“ Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann: Svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna sem sótti Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Selfoss töpuðu með fimm mörkum, 25-20. „Fyrstu viðbrögð eru bara að ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Við spilum góða vörn en 14 tapaða bolta á móti kannski 6 frá Haukunum. Það er svona stóri munurinn,“ sagði Halldór Jóhann eftir leik. Leikurinn var hnífjafn framan af en Haukar leiddu með tveimur þegar flautað var til hálfleiks, 11-9. „Í fyrri hálfleik erum við með 45% sóknarnýtingu. Við erum bara slakir sóknarlega, virkilega slakir. Oft á tíðum erum við kannski að flýta okkur of mikið. Ég er svekktur yfir þessum hlutum, sem er kannski auðvelt að laga en það gekk ekki í dag.“ „Við erum tveimur undir í hálfleik. Þeir fara strax í fimm mörk sem setur þá í þægilega stöðu og á sama tíma erum við að kasta boltanum frá okkur. Við erum með alltof marga tapaða bolta.“ Stutt er á milli leikja í Olís-deildinni og því mikið álag á liðinum. Aðspurður hvort að það hafi áhrif á frammistöðu liðsins sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum hafði Halldór þetta að segja. „Gæti alveg að það sé leikjaálag. Það er kannski aðalega að það gefst enginn tími. Við vorum betri í dag en við vorum á móti Fram. Auðvitað fer leikjaálagið að hafa áhrif en mér finnst það einföld afsökun. Þessi leikur í dag hefði skilað sigri á móti Fram.“ Selfyssingar taka á móti Gróttu í næstu umferð Olís-deildar karla. „Það er ekki langur tími. Við erum klárir í næsta leik og klárir að púsla okkur saman og sjá hvernig ástandið er á liðinu. Svo er það áfram gakk og það er ekkert annað í boði,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss
Haukar unnu góðan sigur og komu sér aftur upp í 1. sæti eftir sigur á Selfoss í Olís-deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur, 25-20. Jafnræði var með liðunum nánast allan fyrri hálfleik. Leikurinn var tiltölulega hægur og skiptust liðin á því að ná 1-2 marka forystu. Snemma leiks fer Sveinn Aron Sveinsson meiddur út af og stuttu seinna fékk Nökkvi Dan Elliðasson högg á andlitið og þurfti einnig að fara útaf. Það kom ekki að sök og áfram hélt leikurinn að vera hnífjafn og var það ekki fyrr en á loka mínútum fyrri hálfleiks sem Haukar komu sér í tveggja marka forystu og staðan því 11-9 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar mættu mun sterkari í seinni hálfleik. Þeir skora fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og þá var ekki aftur snúið. Selfyssingar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og voru með í heildina 17 tapaða bolta. Haukar héldu áfram sínu striki og unnu með fimm mörkum 25-20. Haukarnir eru að gera góða hluti og sitja í efsta sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Afhverju unnu Haukar? Haukar voru mun ákveðnari í seinni hálfleik og keyrðu fram úr Selfyssingum. Varnarleikurinn var góður og Björgvin að verja mikilvæga botla í markinu. Einnig var sóknarleikurinn öflugur og voru þeir fljótir fram í hraðaupphlaup sem skilaði sínu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka voru hornamennirnir atkvæðamestir, Orri Freyr Þorkelson var með 7 mörk og Brynjólfur Snær Brynjólfsson með 5 mörk. Björgvin Páll var góður í markinu með 13 varða bolta, 39% markvörslu. Hjá Selfoss voru Hergeir Grímsson og Ragnar Jóhannsson atkvæða mestir báðir með 5 mörk. Vilius Rasimas var góður í markinu með 12 bolta varða, 32% markvörslu. Hvað gekk illa? Hvernig Selfyssingar töpuðu boltanum gerði útslagið í þessum leik. 17 tapaðir boltar og Haukar fljótir að refsa fyrir það. Hvað gerist næst? Haukar sækja ÍR heim, í Austurberg í næstu umferð sem fer fram 22. febrúar og er leikurinn kl 18.00. Selfyssingar eru einnig með leik 22. febrúar en þá fá þeir Gróttu í heimsókn, kl 19:30. Aron er að gera góða hluti á Ásvöllum.vísir/vilhelm Aron Kristjánsson: Menn mættu virkilega beittir og undirbjuggu sig vel Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handbolta var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir lögðu Selfoss að velli, 25-20. „Ég er ánægður með leikinn. Við spiluðum mjög sterkann varnarleik og Björgvin var mjög góður í markinu og það var grundvöllurinn að því að við vinnum þennan leik. Einnig vorum við agaðir og beittir sóknarlega,“ sagði Aron í leikslok. Haukar spiluðu við FH í síðustu umferð þar sem þeir gerðu jafntefli. Það var allt annað að sjá liðið í kvöld. „Mér fannst við spila betur í dag. Mér fannst við gera klaufavillur á móti FH og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum þá ekki alveg að ná að fylgja því sem við vildum gera á köflum. Við fórum vel yfir það og menn mættu virkilega beittir og undirbjuggu sig vel.“ Haukar sækja ÍR heim í næstu umferð. „ÍR, það er sýnd veiði en ekki gefin. Við verðum að taka öllum leikjum alvarlega þrátt fyrir að þeir hafa átt erfitt uppdráttar og við þurfum að mæta fullir einbeitingar til þess að fá góðan leik,“ sagði Aron að lokum. Björgvin Páll Gústavsson: Þetta var frábær leikur Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var sáttur með frammistöðu sinna manna eftir fimm marka sigur á Selfoss í kvöld. „Þetta var frábært leikur, næstum því óaðfinnalegur að mörgu leiti. Það voru tækni mistök og klaufa mistök en heilt yfir var þetta bara frábært. Að fá 20 mörk á sig á móti Selfossi er mjög góður varnarleikur.“ „Strákarnir koma mér inn í leikinn. Þeir spila frábæra blokk og spila frábæra vörn. Þráinn kemur inn og skilar frábærri varnarvinnu fyrir mig og gerir lífið mitt auðveldara.“ Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann: Svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna sem sótti Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Selfoss töpuðu með fimm mörkum, 25-20. „Fyrstu viðbrögð eru bara að ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Við spilum góða vörn en 14 tapaða bolta á móti kannski 6 frá Haukunum. Það er svona stóri munurinn,“ sagði Halldór Jóhann eftir leik. Leikurinn var hnífjafn framan af en Haukar leiddu með tveimur þegar flautað var til hálfleiks, 11-9. „Í fyrri hálfleik erum við með 45% sóknarnýtingu. Við erum bara slakir sóknarlega, virkilega slakir. Oft á tíðum erum við kannski að flýta okkur of mikið. Ég er svekktur yfir þessum hlutum, sem er kannski auðvelt að laga en það gekk ekki í dag.“ „Við erum tveimur undir í hálfleik. Þeir fara strax í fimm mörk sem setur þá í þægilega stöðu og á sama tíma erum við að kasta boltanum frá okkur. Við erum með alltof marga tapaða bolta.“ Stutt er á milli leikja í Olís-deildinni og því mikið álag á liðinum. Aðspurður hvort að það hafi áhrif á frammistöðu liðsins sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum hafði Halldór þetta að segja. „Gæti alveg að það sé leikjaálag. Það er kannski aðalega að það gefst enginn tími. Við vorum betri í dag en við vorum á móti Fram. Auðvitað fer leikjaálagið að hafa áhrif en mér finnst það einföld afsökun. Þessi leikur í dag hefði skilað sigri á móti Fram.“ Selfyssingar taka á móti Gróttu í næstu umferð Olís-deildar karla. „Það er ekki langur tími. Við erum klárir í næsta leik og klárir að púsla okkur saman og sjá hvernig ástandið er á liðinu. Svo er það áfram gakk og það er ekkert annað í boði,“ sagði Halldór að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti