Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 16:18 Frá jarðarför í Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira