Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira