Þetta staðfestir Þórólfur við fréttastofu en hann kveðst að svo stöddu ekki geta upplýst frekar um efni tillagnanna, enda séu drög enn í vinnslu. Svandís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún ætti von á að fá minnisblað frá Þórólfi í dag og í samtali við mbl.is fyrr í dag sagðist hún þegar hafa fengið drög að minnisblaði í hendur.
„Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst,“ sagði Svandís í hádegisfréttum Bylgjunnar.