Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 17:45 Á forsíðu New York Times í dag eru 500 þúsund punktar, einn fyrir hvert líf sem tapast hefur í faraldrinum í Bandaríkjunum. New York Times Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins. Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins.
Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira