Enski boltinn

Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins.
Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins. AP/Paul Ellis

Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt.

Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim.

Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu.

Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld.

Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton.

„Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness.

„Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness.

„Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness.

Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×