Sport

Opnar á að áhorfendur mæti á leiki hér á landi

Sindri Sverrisson skrifar
Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaleikjum hér á landi í vetur en nú sér fyrir endann á því.
Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaleikjum hér á landi í vetur en nú sér fyrir endann á því. vísir/hulda margrét

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að áhorfendur verði innan tíðar leyfðir á íþróttaleikjum hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi í dag þegar hann var spurður út í kröfu íþróttahreyfingarinnar um að áhorfendur yrðu leyfðir á kappleikjum, jafnvel í númeruðum sætum eins og er í leikhúsum og kvikmyndahúsum:

„Það eru ákveðnar tillögur þar að lútandi frá mér,“ var það eina sem Þórólfur vildi segja um málið að svo stöddu.

Ekki er ljóst hvenær tilslakanir á samkomutakmörkunum, vegna kórónuveirufaraldursins, taka gildi en það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða þær endanlega og greina frá þeim.

Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttaviðburðum á Íslandi frá 20. október. Keppni í íþróttum, án áhorfenda var leyfð að nýju 13. janúar og hefur síðan verið spilað ört í greinum á borð við körfubolta og handbolta.

Áhorfendur voru leyfðir á öðrum menningarviðburðum en íþróttaviðburðum frá og með 13. janúar, þegar sitjandi gestir í sal máttu vera 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Skilyrði er að hvert sæti sé skráð á nafn og að fullorðnir beri grímu, og ætla má að sams konar krafa verði gerð varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum. 

Frá 8. febrúar hafa 150 fullorðnir mátt mæta á sviðslistasýningar.


Tengdar fréttir

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.  Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×