„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 13:33 Sara Benediktsdóttir leitaði sjálf upprunans. Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki
Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira