Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-21 | Stórsigur Vals eftir erfiðar vikur Andri Már Eggertsson skrifar 22. febrúar 2021 21:04 Valur Þór Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Valur vann stórsigur á Afturelding í Origo höllinni í kvöld. Valur tók fljótlega frumkvæðið og litu aldrei um öxl eftir það og lönduðu frábærum sigri 30 - 21 og mátti sjá að leikmenn Vals voru kátir eftir leikinn. Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks en þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum tók Valur öll völd á vellinum. Valur náði upp góðum varnarleik og var allt inni hjá þeim sóknarlega. Gunnar Magnússon tekur leikhlé í stöðunni 8 - 3 þar sem þeir Magnús Óli og Anton Rúnarsson fóru hamförum, þeir gerðu 7 af fyrstu 8 mörkum Vals og átti Afturelding enginn svör við þeirra leik. Anton Rúnarsson átti stórkostlegan fyrri hálfleik sem endaði með að hann skilaði 10 mörkum. Hann gerði vel í að þruma boltanum af gólfinu og þegar Afturelding hélt að þeir voru komnir með lausn við því stökk hann manna hæst og þrumaði á markið. Valur fór inn í búningsklefa með 11 marka forskot. Valur hélt áfram uppteknum hætti og hleypti Aftureldingu aldrei inn í leikinn. Gunnar Bragi Ástþórsson fékk að líta beint rautt þegar hann þrumaði boltanum í hausinn á Martin Nagy markmanni Vals sem stóð alveg kyrr í vítakasti. Það mátti sjá að bæði lið vissu að leikurinn væri búinn og sigur Vals í höfn þegar líða tók á leikinn því bæði lið rúlluðu á hópnum og var gaman að sjá að Agnar Smári Jónsson var mættur aftur í lið Vals en þó á hann eftir að finna miðið sitt því hann átti ekki drauma innkomu. Valur endaði með að vinna leikinn 30 - 21 og voru leikmenn Vals kátir með að vera komnir aftur á sigurbraut. Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn stórkostlega, það gekk allt upp til að byrja með leiks og var það vítamínsprauta sem liðið þurfti því þeir misstu aldrei forskotið langt niður. Vörn og markvarsla Vals setti tóninn. Afturelding skorar aðeins 20 mörk og fengu þeir mikið framlag frá markmanni sínum sem mikið hefur verið rætt og ritað um. Hverjir stóðu upp úr? Anton Rúnarsson var stórkostlegur Afturelding réði ekkert við hann, Anton skoraði mörk í öllum regnbogans litum sérstaklega í fyrri hálfeik þar sem hann gerði 10 mörk sem endaði með 13 mörkum í heildina. Martin Nagy átti sinn besta leik á tímabilinu, Hreiðar Levý Guðmundsson var mættur í leikmannahóp Vals. Það vakti Ungverjann því hann spilaði allan leikinn og varði hann 20 skot. Hvað gekk illa? Afturelding spilaði aldrei af sama krafti og Valur gerði sérstaklega til að byrja með leiks. Það mátti sjá á varnarleik Aftureldingar sem réði engan vegin við Valsarana sem átti mjög auðvelt með að finna opið færi, ásamt vörninni fengu þeir litla sem enga markvörslu til að byrja með leiks sem gerði þeim erfitt fyrir. Sókn Aftureldingar náði sér heldur ekki á strik, þeir enduðu á að skora 21 mark sem mun líklegast aldrei duga til að vinna Val á heimavelli. Hvað gerist næst? Tólfta umferð Olís deildarinnar byrjar að rúlla um næstu helgi. Afturelding fer norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þór Akureyri næstkomandi sunnudag klukkan 16:00. Næsta mánudag er stórleikur þar sem Valur fær FH í heimsókn klukkan 19:40 í beinni á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn Guðjónsson: „Stigin tvö voru kominn langleiðina í hús í hálfleik” „Við þurftum ekkert að svara fyrir seinasta leik því mér fannst við vera góðir þar en leikurinn í dag var með okkar betri leikjum síðustu misseri,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ánægður með sigurinn. Valur byrjaði leikinn stórkostlega sem neyddi Aftureldingu í að taka leikhlé snemma leiks þar sem Valur komst 5 mörkum yfir. „Það var kraftur í liðinu til að byrja með, við fengum góða markvörslu ásamt framlagi nánast úr öllum þáttum leiksins, við héldum því svo út allan fyrri hálfleikinn sem skilaði góðu forskoti í hálfleik.” „Ég ætla ekki að segja að leikurinn hafi verið búinn í hálfleik en við vorum komnir langleiðina með stigin tvö en ég hefði auðvitað verið til í að vinna seinni hálfleikinn líka.” Martin Nagy var frábær í marki Vals í kvöld, Valur kallaði inn Hreiðar Levý Guðmundsson í hópinn sem virtist hafa kveikt í Ungverjanum. „Hvort þetta hafi komið honum upp á tærnar frekar en annað skal ég ekki segja, Martin er búinn að vera góður á æfingum og er ég alls ekkert óánægður með hann né Einar þó markvarslan hefur ekki verið góð eftir áramót, þá helst þetta bara allt í hendur,” sagði Snorri Steinn. „Þó við vinnum einn leik þá er þetta ekkert komið hjá okkur þvert á móti, við ætlum að tengja saman sigra og verður næsti leikur á móti FH erfitt verkefni og ætlum við að máta okkur við bestu liðin,” sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur vann stórsigur á Afturelding í Origo höllinni í kvöld. Valur tók fljótlega frumkvæðið og litu aldrei um öxl eftir það og lönduðu frábærum sigri 30 - 21 og mátti sjá að leikmenn Vals voru kátir eftir leikinn. Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks en þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum tók Valur öll völd á vellinum. Valur náði upp góðum varnarleik og var allt inni hjá þeim sóknarlega. Gunnar Magnússon tekur leikhlé í stöðunni 8 - 3 þar sem þeir Magnús Óli og Anton Rúnarsson fóru hamförum, þeir gerðu 7 af fyrstu 8 mörkum Vals og átti Afturelding enginn svör við þeirra leik. Anton Rúnarsson átti stórkostlegan fyrri hálfleik sem endaði með að hann skilaði 10 mörkum. Hann gerði vel í að þruma boltanum af gólfinu og þegar Afturelding hélt að þeir voru komnir með lausn við því stökk hann manna hæst og þrumaði á markið. Valur fór inn í búningsklefa með 11 marka forskot. Valur hélt áfram uppteknum hætti og hleypti Aftureldingu aldrei inn í leikinn. Gunnar Bragi Ástþórsson fékk að líta beint rautt þegar hann þrumaði boltanum í hausinn á Martin Nagy markmanni Vals sem stóð alveg kyrr í vítakasti. Það mátti sjá að bæði lið vissu að leikurinn væri búinn og sigur Vals í höfn þegar líða tók á leikinn því bæði lið rúlluðu á hópnum og var gaman að sjá að Agnar Smári Jónsson var mættur aftur í lið Vals en þó á hann eftir að finna miðið sitt því hann átti ekki drauma innkomu. Valur endaði með að vinna leikinn 30 - 21 og voru leikmenn Vals kátir með að vera komnir aftur á sigurbraut. Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn stórkostlega, það gekk allt upp til að byrja með leiks og var það vítamínsprauta sem liðið þurfti því þeir misstu aldrei forskotið langt niður. Vörn og markvarsla Vals setti tóninn. Afturelding skorar aðeins 20 mörk og fengu þeir mikið framlag frá markmanni sínum sem mikið hefur verið rætt og ritað um. Hverjir stóðu upp úr? Anton Rúnarsson var stórkostlegur Afturelding réði ekkert við hann, Anton skoraði mörk í öllum regnbogans litum sérstaklega í fyrri hálfeik þar sem hann gerði 10 mörk sem endaði með 13 mörkum í heildina. Martin Nagy átti sinn besta leik á tímabilinu, Hreiðar Levý Guðmundsson var mættur í leikmannahóp Vals. Það vakti Ungverjann því hann spilaði allan leikinn og varði hann 20 skot. Hvað gekk illa? Afturelding spilaði aldrei af sama krafti og Valur gerði sérstaklega til að byrja með leiks. Það mátti sjá á varnarleik Aftureldingar sem réði engan vegin við Valsarana sem átti mjög auðvelt með að finna opið færi, ásamt vörninni fengu þeir litla sem enga markvörslu til að byrja með leiks sem gerði þeim erfitt fyrir. Sókn Aftureldingar náði sér heldur ekki á strik, þeir enduðu á að skora 21 mark sem mun líklegast aldrei duga til að vinna Val á heimavelli. Hvað gerist næst? Tólfta umferð Olís deildarinnar byrjar að rúlla um næstu helgi. Afturelding fer norður á Akureyri þar sem þeir mæta Þór Akureyri næstkomandi sunnudag klukkan 16:00. Næsta mánudag er stórleikur þar sem Valur fær FH í heimsókn klukkan 19:40 í beinni á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn Guðjónsson: „Stigin tvö voru kominn langleiðina í hús í hálfleik” „Við þurftum ekkert að svara fyrir seinasta leik því mér fannst við vera góðir þar en leikurinn í dag var með okkar betri leikjum síðustu misseri,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ánægður með sigurinn. Valur byrjaði leikinn stórkostlega sem neyddi Aftureldingu í að taka leikhlé snemma leiks þar sem Valur komst 5 mörkum yfir. „Það var kraftur í liðinu til að byrja með, við fengum góða markvörslu ásamt framlagi nánast úr öllum þáttum leiksins, við héldum því svo út allan fyrri hálfleikinn sem skilaði góðu forskoti í hálfleik.” „Ég ætla ekki að segja að leikurinn hafi verið búinn í hálfleik en við vorum komnir langleiðina með stigin tvö en ég hefði auðvitað verið til í að vinna seinni hálfleikinn líka.” Martin Nagy var frábær í marki Vals í kvöld, Valur kallaði inn Hreiðar Levý Guðmundsson í hópinn sem virtist hafa kveikt í Ungverjanum. „Hvort þetta hafi komið honum upp á tærnar frekar en annað skal ég ekki segja, Martin er búinn að vera góður á æfingum og er ég alls ekkert óánægður með hann né Einar þó markvarslan hefur ekki verið góð eftir áramót, þá helst þetta bara allt í hendur,” sagði Snorri Steinn. „Þó við vinnum einn leik þá er þetta ekkert komið hjá okkur þvert á móti, við ætlum að tengja saman sigra og verður næsti leikur á móti FH erfitt verkefni og ætlum við að máta okkur við bestu liðin,” sagði Snorri Steinn að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti