Móðir hennar er Kellyanne Conway sem hefur starfað mjög náið með Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Faðir hennar er lögmaður sem hefur einnig starfað í tengslum við Trump en Claudia segist sjálf alls ekki vera fylgjandi Trump og þvert á móti.
Hún flutti lagið Love on The Brain eftir Rihanna og síðan When We Were Young eftir Adele.
Fyrra lagið hitti ekki alveg í mark en seinna lagið sló rækilega í gegn og skilaði henni áfram í keppninni.