Heimsfaraldur - hvað tekur við? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2021 17:31 Heimsfaraldur vs. loftslagsvá Nú þegar við erum komin með bóluefni fyrir covid-19 þá ríkir von um að við séum að sigrast á þessum heimsfaraldri í eitt skipti fyrir öll. Við vonum öll að önnur bylgja heimsfaraldurs skelli ekki á okkur en það er þó önnur bylgja sem við verðum að tækla, sem er óumflýjanleg að sigrast á, til að líf okkar geti haldið áfram. Það sem af er þá hafa 29 látist af völdum covid-19 á Íslandi en árlega deyja hér um 120 manns vegna svifryksmengunar. Hvers vegna er ekki tekið á þeim vanda? Það er von mín að við tæklum loftslagsbreytingar af sömu staðfestu og af jafnmikilli alvöru og við gerðum með covid -19. Ef það er eitthvað sem undanfarið ár hefur kennt okkur þá var það að hlusta á vísindamenn og að afneita ekki alvarleika várinnar sem við stóðum frammi fyrir. Við höfum lært að sýna samstöðu og breyta okkar lifnaðarháttum burtséð frá pólítískri afstöðu okkar og sérhagsmunum og það þurfum við líka að gera til að takast á við loftslagsvána. Aðgerðir vegna loftslagsbreytinga er okkar stærsta verkefni og við þurfum að treysta á vísindamenn og grípa til markvissra aðgerða sem ráðast ekki af hagsmunatengslum og pólitík. Þegar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hvatti til þess að ríki heims gripu til róttækari loftslagsaðgerða og lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum (að loknum leiðtogafundi G7-ríkjanna í Biarritz í Frakklandi í ágúst 2019 ) þá sendu helstu náttúruverndarsamtök Íslands áskorun á forsætisráðherra að verða við þessu og lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Við Píratar tókum undir þá áskorun og samþykktum í kosningakerfi okkar ályktun varðandi neyðarástand í loftslagsmálum. Því miður þá fór allur fókus þjóðfélagsins nokkrum mánuðum síðar á að tækla Covid-19 og alveg óvart minnkaði losun gróðurhúsaloftegunda um 5-6% á heimsvísu vegna faraldursins. Lítið var um flugsamgöngur og framleiðni minnkaði sem hafði jákvæð áhrif á loftslagið, en betur má ef duga skal! Uppbygging efnahags Það er ljóst að okkar bíður það verkefni að byggja upp efnahag okkar eftir faraldurinn. Ég er hrædd um miðað við þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn fór í að styrkja mengandi stórfyrirtæki og arðbær ferðaþjónustufyrirtæki, að fókus þeirra verði áfram á röngum stað. Við höfum nú tækifæri til að byggja þjóðfélag okkar upp og þá verðum við að vera raunsæ. Faraldurinn hefur haft slæm efnahagsleg áhrif á alla heimsbyggðina og ferðamenn munu ekki taka að streyma hingað í sama mæli og áður í náinni framtíð, við getum ekki sett öll eggin okkar í körfu ferðaþjónustunnar. Allar okkar aðgerðir þurfa að miðast við að við uppfyllum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum þar sem þolmörk jarðar nálgast það að hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir allt líf á jörðinni. Velsældarhagkerfið og hringrásarhagkerfið Við þurfum að byggja upp efnahagskerfi sem styrkir innviði okkar og hlúir að velferð okkar um leið og við drögum úr loftslagsbreytingum. Það gerum við með mótvægisaðgerðum samhliða því að skipuleggja og hefja aðlögun sem dregur úr óumflýjanlegum afleiðingum hlýnunar. Við þurfum að byggja efnahagskerfið upp með mið af velsældarhagkerfi og hringrásarhagkerfi fremur en að einblína á skammtímalausnir sem stríða gegn markmiðum okkar í loftslagsaðgerðum. Við getum ekki leyft íhaldssömum stjórnmálamönnum að halda þeirri orðræðu á lofti lengur að kapítalismi sé náttúrulögmál, hann er það ekki. Píratar eru með greinargóða Loftslagsaðlögunarstefnu til að tækla þennan vanda. Við viljum efla nýsköpun og tækifæri í sjálfbærri framleiðslu, nýta okkar hreinu orku og umbylta landbúnaðarkerfinu svo að fólki gefist aukin tækifæri til sjálfbærrar ræktunar, skynsamlegrar nýtingu lands, skógræktar og endurheimt votlendis. Fólksflótti og borgaralaun Heimsbyggðin öll þjáist vegna loftslagsbreytinga og Covid-19 og aldrei hafa jafn margir flóttamenn verið á vergangi vegna uppskerubrests og stríðsástands. Við Píratar höfum frá upphafi bent á mikilvægi borgaralauna (universal basic income) og hefur sú lausn nú náð svo langt að Francis páfi lagði til að við tökum ábyrgð á því að neysla okkar vestrænu þjóða hefur ollið þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og að þennan vanda eigi að tækla með borgaralaunum fyrir alla heimsbyggðina. Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Þó að við séum lítil í stóra samhenginu þá þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Fórn eða blessun Þær fórnir sem við þurfum að færa til að takast á við loftslagsvána hafa í raun minni áhrif á okkar daglega líf en þær sem við höfum í gegnum heimsfaraldur þurft að færa. Við höfum virt samkomutakmarkanir, haldið okkur heima og ekki getað hitt eða faðmað okkar nánustu fjölskyldu, ekki getað haldið afmælisveislur, brúðkaup eða farið á tónleika. Fórnir okkar vegna Covid-19 ýtti undir einmanaleika og almennt vonleysi og leiða, en hann gaf líka foreldrum meiri tíma með börnum sínum, við eyddum minna í óþarfa og minni tíma í umferðinni. Til að takast á við loftslagsbreytingar þá þurfum við öll að taka ábyrgð en það inniber ekki að einangra sig félagslega, þvert á móti. Við getum þrátt fyrir loftslagsvá nefnilega faðmast eins og við viljum og lifað lífinu svipað og fyrir kófið, en við þurfum að minnka óþarfa neyslu á mengandi afurðum, endurnýta og rækta mat, keyra minna og nota almenningssamgöngur og ganga/hjóla frekar. Vinna oftar heima ef við viljum/getum, styrkja nærumhverfi okkar og bera virðingu fyrir okkur sjálfum og náttúrunni. Það hljómar ekki svo skelflega er það? Fyrst við gátum tæklað heimsfaraldur þá getum við tæklað loftslagsvána, við getum þetta saman! Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík til alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Valgerður Árnadóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur vs. loftslagsvá Nú þegar við erum komin með bóluefni fyrir covid-19 þá ríkir von um að við séum að sigrast á þessum heimsfaraldri í eitt skipti fyrir öll. Við vonum öll að önnur bylgja heimsfaraldurs skelli ekki á okkur en það er þó önnur bylgja sem við verðum að tækla, sem er óumflýjanleg að sigrast á, til að líf okkar geti haldið áfram. Það sem af er þá hafa 29 látist af völdum covid-19 á Íslandi en árlega deyja hér um 120 manns vegna svifryksmengunar. Hvers vegna er ekki tekið á þeim vanda? Það er von mín að við tæklum loftslagsbreytingar af sömu staðfestu og af jafnmikilli alvöru og við gerðum með covid -19. Ef það er eitthvað sem undanfarið ár hefur kennt okkur þá var það að hlusta á vísindamenn og að afneita ekki alvarleika várinnar sem við stóðum frammi fyrir. Við höfum lært að sýna samstöðu og breyta okkar lifnaðarháttum burtséð frá pólítískri afstöðu okkar og sérhagsmunum og það þurfum við líka að gera til að takast á við loftslagsvána. Aðgerðir vegna loftslagsbreytinga er okkar stærsta verkefni og við þurfum að treysta á vísindamenn og grípa til markvissra aðgerða sem ráðast ekki af hagsmunatengslum og pólitík. Þegar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hvatti til þess að ríki heims gripu til róttækari loftslagsaðgerða og lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum (að loknum leiðtogafundi G7-ríkjanna í Biarritz í Frakklandi í ágúst 2019 ) þá sendu helstu náttúruverndarsamtök Íslands áskorun á forsætisráðherra að verða við þessu og lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Við Píratar tókum undir þá áskorun og samþykktum í kosningakerfi okkar ályktun varðandi neyðarástand í loftslagsmálum. Því miður þá fór allur fókus þjóðfélagsins nokkrum mánuðum síðar á að tækla Covid-19 og alveg óvart minnkaði losun gróðurhúsaloftegunda um 5-6% á heimsvísu vegna faraldursins. Lítið var um flugsamgöngur og framleiðni minnkaði sem hafði jákvæð áhrif á loftslagið, en betur má ef duga skal! Uppbygging efnahags Það er ljóst að okkar bíður það verkefni að byggja upp efnahag okkar eftir faraldurinn. Ég er hrædd um miðað við þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn fór í að styrkja mengandi stórfyrirtæki og arðbær ferðaþjónustufyrirtæki, að fókus þeirra verði áfram á röngum stað. Við höfum nú tækifæri til að byggja þjóðfélag okkar upp og þá verðum við að vera raunsæ. Faraldurinn hefur haft slæm efnahagsleg áhrif á alla heimsbyggðina og ferðamenn munu ekki taka að streyma hingað í sama mæli og áður í náinni framtíð, við getum ekki sett öll eggin okkar í körfu ferðaþjónustunnar. Allar okkar aðgerðir þurfa að miðast við að við uppfyllum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum þar sem þolmörk jarðar nálgast það að hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir allt líf á jörðinni. Velsældarhagkerfið og hringrásarhagkerfið Við þurfum að byggja upp efnahagskerfi sem styrkir innviði okkar og hlúir að velferð okkar um leið og við drögum úr loftslagsbreytingum. Það gerum við með mótvægisaðgerðum samhliða því að skipuleggja og hefja aðlögun sem dregur úr óumflýjanlegum afleiðingum hlýnunar. Við þurfum að byggja efnahagskerfið upp með mið af velsældarhagkerfi og hringrásarhagkerfi fremur en að einblína á skammtímalausnir sem stríða gegn markmiðum okkar í loftslagsaðgerðum. Við getum ekki leyft íhaldssömum stjórnmálamönnum að halda þeirri orðræðu á lofti lengur að kapítalismi sé náttúrulögmál, hann er það ekki. Píratar eru með greinargóða Loftslagsaðlögunarstefnu til að tækla þennan vanda. Við viljum efla nýsköpun og tækifæri í sjálfbærri framleiðslu, nýta okkar hreinu orku og umbylta landbúnaðarkerfinu svo að fólki gefist aukin tækifæri til sjálfbærrar ræktunar, skynsamlegrar nýtingu lands, skógræktar og endurheimt votlendis. Fólksflótti og borgaralaun Heimsbyggðin öll þjáist vegna loftslagsbreytinga og Covid-19 og aldrei hafa jafn margir flóttamenn verið á vergangi vegna uppskerubrests og stríðsástands. Við Píratar höfum frá upphafi bent á mikilvægi borgaralauna (universal basic income) og hefur sú lausn nú náð svo langt að Francis páfi lagði til að við tökum ábyrgð á því að neysla okkar vestrænu þjóða hefur ollið þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og að þennan vanda eigi að tækla með borgaralaunum fyrir alla heimsbyggðina. Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Þó að við séum lítil í stóra samhenginu þá þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Fórn eða blessun Þær fórnir sem við þurfum að færa til að takast á við loftslagsvána hafa í raun minni áhrif á okkar daglega líf en þær sem við höfum í gegnum heimsfaraldur þurft að færa. Við höfum virt samkomutakmarkanir, haldið okkur heima og ekki getað hitt eða faðmað okkar nánustu fjölskyldu, ekki getað haldið afmælisveislur, brúðkaup eða farið á tónleika. Fórnir okkar vegna Covid-19 ýtti undir einmanaleika og almennt vonleysi og leiða, en hann gaf líka foreldrum meiri tíma með börnum sínum, við eyddum minna í óþarfa og minni tíma í umferðinni. Til að takast á við loftslagsbreytingar þá þurfum við öll að taka ábyrgð en það inniber ekki að einangra sig félagslega, þvert á móti. Við getum þrátt fyrir loftslagsvá nefnilega faðmast eins og við viljum og lifað lífinu svipað og fyrir kófið, en við þurfum að minnka óþarfa neyslu á mengandi afurðum, endurnýta og rækta mat, keyra minna og nota almenningssamgöngur og ganga/hjóla frekar. Vinna oftar heima ef við viljum/getum, styrkja nærumhverfi okkar og bera virðingu fyrir okkur sjálfum og náttúrunni. Það hljómar ekki svo skelflega er það? Fyrst við gátum tæklað heimsfaraldur þá getum við tæklað loftslagsvána, við getum þetta saman! Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík til alþingiskosninga 2021.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar