Millwall bjargaði stigi undir lokin | Lærisveinar Rooney á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 21:45 Úr leik Luton Town og Millwall. Justin Setterfield/Getty Images Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira