„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27