Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 00:00 Veitingastaðir mega nú taka við gestum til klukkan 22 og hafa opið til 23. Vísir/vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar. Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45
Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent