Erlent

Port Elizabeth verður Gqeberha: Suður-Afríkubúar þræta um hinn nýja tungubrjót

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Opinber tungumál Suður-Afríku eru ellefu talsins.
Opinber tungumál Suður-Afríku eru ellefu talsins.

Suður-Afríkubúar deila nú um nafnabreytingar sem tekið hafa gildi. Á samfélagsmiðlum kýta menn um ákvörðunina sjálfa en ekki síður nýju nöfnin, sem sum eru sannkallaðir tungubrjótar fyrir þá sem ekki tala málið.

Ein umdeildasta breytingin er sú að borgin Port Elizabeth mun héðan í frá heita Gqeberha en um er að ræða nafn árinnar sem rennur í gegnum borgina á tungumálinu Xhosa.

Xhosa er eitt ellefu opinberra tungumála Suður-Afríku og því margir íbúar sem nota það ekki dag frá degi. Það sem gerir framburðinn sérstaklega krefjandi er að sum atkvæði fela í sér tungusmell, til dæmis gqe í Gqeberha.

Nafnabreytingunni er ætlað að efla stolt svartra samfélaga og segja skilið við miður fallega tíma í sögu þjóðarinnar; að rita sögu svartra inn í sögubækurnar.

Sumir setja þó spurningamerki við að velja Xhosa, þar sem hinn erfiði framburður sé jafnvel innfæddum framandi. Aðrir segja hins vegar ekkert að því að læra eitthvað nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×