Kazembe Abif er 29 ára gamall og tveir metrar á hæð. Hann er „kraftmikill en kvikur leikmaður“ eins og kemur fram í frétt á samfélagmiðlum Grindvíkinga.
Kazembe Abif þekkir til Norðurlanda því hann hefur spilað bæði í Finnlandi og Danmörku. Hann hefur einnig reynt fyrir sér í Þýskalandi og í Kanada.
Kazembe lék síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Helsinki Seagulls og varð bikarmeistari með liðinu. Kazembe var þar með 9,2 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst.
Abif kemur hann til landsins á morgun, föstudag, og mun því ekki spila með liðinu fyrr en í þarnæsta leik í fyrsta lagi.
Kazembe Abif skrifar undir hjá Grindavík! Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til...
Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021