UMF Grindavík

Fréttamynd

„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“

Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Grinda­víkur færður vegna gossins

Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kær­kominn endur­komu­sigur Grind­víkinga

Grindvíkingar sóttu þrjú mikilvæg stig í Grafarvoginn í kvöld þegar liðið sótti Fjölni heim í Lengjudeild karla. Heimamenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með þremur mörkum í seinni hálfleikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bragi semur við nýliðana

Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Flestir treysta sér til þess að spila í Grinda­vík

Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Völlurinn í Grinda­vík metinn öruggur

Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hef hluti að gera hér“

DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni

Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.

Körfubolti