Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:39 Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld. Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira