RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. febrúar 2021 07:01 Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Mynd af Ólafi í Sandey tekin í gegnum regnbarða framrúðuna á bíl. RAX Maðurinn bauð Ragnari inn til sín í kaffi þar sem þeir spjölluðu saman um heima og geima. RAX tók nokkrar myndir af honum og meðal annars eina mynd þar sem hann sést vera að raka sig. „27 árum seinna kom ég þarna aftur og ætlaði að skoða mig um. Ég fór að keyra þarna um húsið sem hann átti heima. Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi,“ segir RAX. „Því þarna áður var hann svolítið lasinn og gekk um með staf. Svo þegar ég er að fara kemur þarna bíll rennandi í hlað. Ég hinkra aðeins til að sjá hver kæmi út úr bílnum.“ Þá var það hann sjálfur og ég var mjög hissa. Hann var ekki lengur með einn staf heldur tvo. Maðurinn brosti þegar hann þekkti RAX aftur og bauð honum inn til sín í kaffi þar sem hann sagði honum ýmsar sögur. „Komdu inn í kaffi og þú getur tekið aftur mynd af mér þegar ég raka mig.“ Frásögnina alla má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og er þátturinn Ólafur í Sandey um þrjár mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Ólafur í Sandey gengur aftur Rax hefur fangað mannlífið í Færeyjum í fjölmörgum ferðum sínum þangað í gegnum árin. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af fyrri þáttum þar sem manneskjan í allri sinni dýrð er í aðalhlutverki. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Færeyjar Tengdar fréttir RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Mynd af Ólafi í Sandey tekin í gegnum regnbarða framrúðuna á bíl. RAX Maðurinn bauð Ragnari inn til sín í kaffi þar sem þeir spjölluðu saman um heima og geima. RAX tók nokkrar myndir af honum og meðal annars eina mynd þar sem hann sést vera að raka sig. „27 árum seinna kom ég þarna aftur og ætlaði að skoða mig um. Ég fór að keyra þarna um húsið sem hann átti heima. Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi,“ segir RAX. „Því þarna áður var hann svolítið lasinn og gekk um með staf. Svo þegar ég er að fara kemur þarna bíll rennandi í hlað. Ég hinkra aðeins til að sjá hver kæmi út úr bílnum.“ Þá var það hann sjálfur og ég var mjög hissa. Hann var ekki lengur með einn staf heldur tvo. Maðurinn brosti þegar hann þekkti RAX aftur og bauð honum inn til sín í kaffi þar sem hann sagði honum ýmsar sögur. „Komdu inn í kaffi og þú getur tekið aftur mynd af mér þegar ég raka mig.“ Frásögnina alla má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og er þátturinn Ólafur í Sandey um þrjár mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Ólafur í Sandey gengur aftur Rax hefur fangað mannlífið í Færeyjum í fjölmörgum ferðum sínum þangað í gegnum árin. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af fyrri þáttum þar sem manneskjan í allri sinni dýrð er í aðalhlutverki. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Færeyjar Tengdar fréttir RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01
RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02
RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. 7. febrúar 2021 07:01