KA-menn með flest stig allra liða í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Árni Bragi Eyjólfsson og félagar í KA-liðinu eru að gera flotta hluti í Olís deildinni þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Ekkert lið í Olís deild karla í handbolta hefur halað inn fleiri stig í febrúarmánuði en lið KA á Akureyri sem er taplaust í mánuðinum. KA-menn komu örugglega mörgum á óvart með því að vinna topplið Haukanna í KA-húsinu í gærkvöldi en miðið við síðustu leiki var þessi sigur engin tilviljun. Það var nefnilega allt annað KA-lið sem mætti til leiks eftir kórónuveiruhléið langa. KA-menn komust í 7-1 í upphafi leiks á móti Haukunum, voru 16-14 yfir í hálfleik og unnu leikinn á endanum 30-28. KA-liðið varð þar með fyrsta liðið til að vinna lærisveina Arons Kristjánssonar á þessu ári en eina deildartap Hauka á tímabilinu kom á móti Val 2. október síðastliðinn eða fyrir 146 dögum. KA-menn léku jafnframt sinn sjötta deildarleik í röð án þess að tapa. Þeir hafa ekki tapað síðan að liðið missti niður góða forystu á móti Aftureldingu í lokaleik sínum í janúarmánuði. KA var 19-15 yfir þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður en Mosfellingar unnu síðustu fjórtán mínútur leiksins 10-5 og þar með leikinn með einu marki. Síðan þá hefur KA liðið ekki tapað leik og norðanmenn hafa náð alls í tíu stig í febrúar með því að vinna fjóra leiki og gera tvö jafntefli. Ekkert lið hefur náð í fleiri stig í febrúar en KA er með stigi meira en bæði Stjarnan og Haukar. Í febrúar hefur KA-liðið unnið ÍR, ÍBV, Þór Ak. og Hauka og síðan gert jafntefli við FH og Val. Í leikjunum á móti FH og Val þá björguðu KA-menn stiginu með frábærum endakafla og með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Flest stig liða Olís deildar karla í handbolta í febrúar: KA 10 stig Stjarnan 9 stig Haukar 9 stig FH 8 stig Selfoss 8 stig Valur 5 stig Grótta 5 stig Fram 5 stig Afturelding 4 stig ÍBV 3 stig Þór Ak. 2 stig ÍR 0 stig Flestir sigrar í Olís deildar karla í febrúar: KA 4 Stjarnan 4 Haukar 4 Selfoss 4 FH 3 Fæst töp í Olís deildar karla í febrúar: KA 0 FH 0 Stjarnan 1 Haukar 1 Valur 2 Grótta 2 Fram 2 Olís-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
KA-menn komu örugglega mörgum á óvart með því að vinna topplið Haukanna í KA-húsinu í gærkvöldi en miðið við síðustu leiki var þessi sigur engin tilviljun. Það var nefnilega allt annað KA-lið sem mætti til leiks eftir kórónuveiruhléið langa. KA-menn komust í 7-1 í upphafi leiks á móti Haukunum, voru 16-14 yfir í hálfleik og unnu leikinn á endanum 30-28. KA-liðið varð þar með fyrsta liðið til að vinna lærisveina Arons Kristjánssonar á þessu ári en eina deildartap Hauka á tímabilinu kom á móti Val 2. október síðastliðinn eða fyrir 146 dögum. KA-menn léku jafnframt sinn sjötta deildarleik í röð án þess að tapa. Þeir hafa ekki tapað síðan að liðið missti niður góða forystu á móti Aftureldingu í lokaleik sínum í janúarmánuði. KA var 19-15 yfir þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður en Mosfellingar unnu síðustu fjórtán mínútur leiksins 10-5 og þar með leikinn með einu marki. Síðan þá hefur KA liðið ekki tapað leik og norðanmenn hafa náð alls í tíu stig í febrúar með því að vinna fjóra leiki og gera tvö jafntefli. Ekkert lið hefur náð í fleiri stig í febrúar en KA er með stigi meira en bæði Stjarnan og Haukar. Í febrúar hefur KA-liðið unnið ÍR, ÍBV, Þór Ak. og Hauka og síðan gert jafntefli við FH og Val. Í leikjunum á móti FH og Val þá björguðu KA-menn stiginu með frábærum endakafla og með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Flest stig liða Olís deildar karla í handbolta í febrúar: KA 10 stig Stjarnan 9 stig Haukar 9 stig FH 8 stig Selfoss 8 stig Valur 5 stig Grótta 5 stig Fram 5 stig Afturelding 4 stig ÍBV 3 stig Þór Ak. 2 stig ÍR 0 stig Flestir sigrar í Olís deildar karla í febrúar: KA 4 Stjarnan 4 Haukar 4 Selfoss 4 FH 3 Fæst töp í Olís deildar karla í febrúar: KA 0 FH 0 Stjarnan 1 Haukar 1 Valur 2 Grótta 2 Fram 2
Flest stig liða Olís deildar karla í handbolta í febrúar: KA 10 stig Stjarnan 9 stig Haukar 9 stig FH 8 stig Selfoss 8 stig Valur 5 stig Grótta 5 stig Fram 5 stig Afturelding 4 stig ÍBV 3 stig Þór Ak. 2 stig ÍR 0 stig Flestir sigrar í Olís deildar karla í febrúar: KA 4 Stjarnan 4 Haukar 4 Selfoss 4 FH 3 Fæst töp í Olís deildar karla í febrúar: KA 0 FH 0 Stjarnan 1 Haukar 1 Valur 2 Grótta 2 Fram 2
Olís-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira