Lífið

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Rúrik Gíslason keppir í þýsku dansþáttunum Let's Dance.
Rúrik Gíslason keppir í þýsku dansþáttunum Let's Dance. Instagram

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

Í fréttinni hér að neðan má sjá þegar tilkynnt er að Rúrik hafi hlotið svokallað „Wild Card.“

Áhorfendur þáttarins virðast nokkuð kátir með frammistöðu Rúriks á skjánum ef marka má Twitter færslur frá því í gærkvöld.

„Ísland tíu stig,“ segir Eliza.

Í öðrum færslum er föstudagskvöldum fagnað.

„Ég held að Rúrik þurfi ekki að gera annað en að svitna smá til að fá 10 stig frá áhorfendum.“ segir í tístinu.

Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars, sem haldnir eru um heim allan.

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Rúrik í gær.

Þættirnir eru sýndir á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL. Í þáttunum dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara og fá atvinnudansararnir sjálfir að velja sér liðsfélaga. Pörin keppa svo sín á milli í hinum ýmsu dansstílum og stefnum, þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Um er að ræða sömu uppsetningu og á þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir hafa verið á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×