Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Úr leik í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira