Engin breyting var versta niðurstaðan Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 13:02 Breiðablik og FH spila í 12 liða efstu deild í sumar, alls 22 umferðir. Tillögur um að breyta fyrirkomulaginu fyrir tímabilið 2022 voru felldar á ársþingi KSÍ. „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“ Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“
Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast