Landsbyggðin fái opinber störf Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 1. mars 2021 17:00 Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun