Nýju fötin keisarans Rúnar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 08:00 Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi.
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun