Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 22:56 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum um kynferðislegt áreiti. AP Photo/Seth Wenig Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína. Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Charlotte Bennett, 25 ára heilbrigðisstefnuráðgjafi Demókrata í New York þar til í nóvember, steig fram á laugardag og greindi frá því í viðtali við The New York Times að ríkisstjórinn, Andrew Cuomo, hafi ítrekað spurt hana út í kynlíf hennar, þar á meðal hvort hún hafi nokkurn tíma stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Cuomo, sem er sjálfur á sjötugsaldri, sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hafi aldrei reynt við Bennett og hafi aldrei ætlað sér að vera óviðeigandi í garð hennar. Hann viðurkenndi þó í gær að hegðun hans gagnvart aðstoðarkonunum „gæti hafa verið óviðeigandi eða of persónuleg.“ Hann hefur einnig samþykkt að vera samvinnuþýður við ríkissaksóknara fylkisins sem hefur hafið rannsókn á málinu. Ríkissaksóknarinn hefur fengið heimild til þess að standa að rannsókn á málinu og hefur hann heimild til þess að ráða sjálfstæða lögfræðistofu til þess að annast rannsóknina. Eðli málsins samkvæmt yrði töluverður hagsmunaárekstur framkvæmdi skrifstofa ríkissaksóknara rannsóknina enda ríkissaksóknari undirmaður ríkisstjóra. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir munu þær verða kynntar opinberlega. Cuomo heldur því þó fram að hann hafi aldrei snert neinn á óviðeigandi hátt eða boðið nokkrum neitt óviðeigandi. Hann sagði í gær að hann hafi strítt starfsmönnum sínum vegna hluta sem voru í gangi í þeirra einkalífi til að reyna að vera „skemmtilegur“ eða „playful“ eins og hann orðaði það. Segir Cuomo hafa kysst sig óumbeðinn Bennett gagnrýndi afsökun hans harðlega í dag og sagði afsökunarbeiðnina illa út hugsaða og tilraun til þess að gera lítið úr málinu. Hún sagði hann „neita að viðurkenna eða taka ábyrgð á kynferðislega ógnandi hegðun sinni.“ „Það tók ríkisstjórann sólarhring og mikla gagnrýni til að heimila sjálfstæða rannsókn á málinu. Þetta eru ekki viðbrögð einhvers sem finnst hann bara misskilinn; þetta eru viðbrögð einstaklings sem hefur völd til að forðast réttlætið,“ sagði Bennett í dag. Bennett er, eins og áður segir, ekki eina konan sem hefur sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, sem einnig starfaði fyrir ríkissaksóknara, sakaði Cuomo um að hafa látið óviðeigandi ummæli um útlit hennar falla og segir hann hafa kysst sig einu sinni að loknum fundi. Cuomo hefur harðneitað ásökunum Boylan en sagði á laugardag að Bennett hafi verið lykilstarfsmaður á tímum Covid og að hún hafi allan rétt á því að tala um reynslu sína.
Bandaríkin Kynferðisleg áreitni valdamanna Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira