Sport

Stærsta höllin rúmar 372 áhorfendur – Aðeins níutíu leyfðir í Njarðvík

Sindri Sverrisson skrifar
Áhorfendur mega nú mæta á íþróttaviðburði á nýjan leik en verða að bera andlitsgrímur og halda fjarlægð frá fólki sem þeir umgangast ekki dags daglega.
Áhorfendur mega nú mæta á íþróttaviðburði á nýjan leik en verða að bera andlitsgrímur og halda fjarlægð frá fólki sem þeir umgangast ekki dags daglega. vísir/hulda margrét

Áhorfendur fóru í síðustu viku að sjást aftur á kappleikjum í íþróttahúsum landsins eftir að hafa verið bannaðir frá því í október. Þó er mismunandi hve margir mega vera í hverju húsi.

Það er til að mynda ekki sami hámarksfjöldi gesta á handboltaleikjum í Kaplakrika, þar sem 372 áhorfendur mega vera, eins og á körfuboltaleik í Njarðvík, þar sem 90 manns mega vera.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi síðasta miðvikudag. Þar var gefið grænt ljós á 200 manna samkomur, til að mynda á íþróttaleikjum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Helstu skilyrði eru þau að einn metri sé á milli ótengdra aðila, að allir noti andlitsgrímu, og að hver gestur sé skráður til að auðvelda hugsanlega smitrakningu.

Fermetrafjöldinn ræður

Fermetrafjöldinn á áhorfendasvæðum íþróttahúsanna ræður því mestu um hve margir áhorfendur mega vera í hverju húsi. Í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík er áhorfendasvæðið til að mynda 180 fermetrar en það er 745 fermetrar í Kaplakrika. Í Kaplakrika eru tvær stúkur og því geta fleiri en 200 áhorfendur verið þar, eða 372 eins og fyrr segir.

Leyfilegan áhorfendafjölda á handboltaleikjum má sjá hér og leyfilegan fjölda á körfuboltaleikjum má sjá hér.

Næstu leikir og leyfilegur áhorfendafjöldi:

Dominos-deild kvenna:

Miðvikudagur:

  • 18.15 Skallagrímur – Breiðablik, Borgarnes (101 áhorfandi)
  • 19.15 KR – Fjölnir, DHL-höllin (200)
  • 19.15 Snæfell – Valur, Stykkishólmur (70)
  • 20.15 Keflavík – Haukar, Blue-höllin (200)
ÍR og Grindavík geta verið með um 100 áhorfendur á sínum heimaleikjum í körfubolta.vísir/hulda margrét

Dominos-deild karla:

Fimmtudagur:

  • 18.15 ÍR – Tindastóll, Hertz-hellirinn (100)
  • 19.15 Grindavík – Höttur, HS Orku höllin (107)
  • 19.15 Keflavík – Þór Akureyri, Blue-höllin (200)
  • 20.15 Njarðvík – KR, Njarðtaks-gryfjan (90)

Föstudagur:

  • 18.15 Haukar – Þór Þ., Ásvellir (36)*
  • 20.15 Stjarnan – Valur, Mathús Garðabæjar höllin (184)

*Þegar greinin var skrifuð hafði hámarksfjöldi á Ásvöllum ekki verið samþykktur. Þangað til að körfuknattleiksdeild Hauka skilar inn gögnum til KKÍ eru 36 áhorfendur leyfðir en ætla má að fleiri verði leyfðir á föstudag.

Alls 200 áhorfendur geta mætt á heimaleiki Vignis Stefánssonar og félaga í Vals.vísir/vilhelm

Olís-deild karla:

Fimmtudagur:

  • 19.30 Afturelding – Fram, Varmá (200)

Föstudagur:

  • 18.00 FH – Þór Akureyri, Kaplakriki (372)
  • 19.00 ÍBV – Haukar, Vestmannaeyjar (171)
  • 19.30 Stjarnan – Grótta, TM-höllin (200)
  • 19.30 KA – Selfoss, KA-heimilið (142)
  • 20.15 ÍR – Valur, Austurberg (200)
Stjörnukonur mega hafa 200 áhorfendur á pöllunum.vísir/hulda margrét

Olís-deild kvenna:

Laugardagur:

  • 13.30 ÍBV – Fram, Vestmannaeyjar (171)
  • 13.30 FH – HK, Kaplakriki (372)
  • 15.30 KA/Þór – Haukar, KA-heimilið (142)
  • 16.00 Stjarnan – Valur, TM-höllin (200)

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×