Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn Jón Pétursson skrifar 2. mars 2021 16:30 Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jón Pétursson Húsnæðismál Miðflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar