Mögulega á leið inn í nýja umbrotahrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2021 17:09 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“. Þetta kom fram í þættinum Pallborðinu á Vísi nú síðdegis, þar sem Þorvaldur ásamt Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Klippa: Pallborðið: Jarðhræringar á Reykjanesi - fyrri hluti Brenndur af ummælum í viðtali um Grímsvötn Staðan hefur lítið breyst nú síðdegis frá því sem verið hefur; virknin enn nokkuð bundin við svæðið sunnan við Keili og við Fagradalsfjall. Allt bendir til þess að muni gjósa verði gosið hættulítið. Víðir sagði aðspurður erfitt að segja hvaða áhrif slíkt gos myndi hafa á svæðið. Það fari allt eftir því hvar hraun komi upp og hvernig flæðið verði. „Ég er rosalega lítið fyrir að draga stórar ályktanir áður en atburðirnir verða. […] Stundum hef ég fengið það í andlitið. Í maí 2011 þá var ég í viðtali út af umbrotum í Grímsvötnum og ég sagði í því viðtali að þetta yrði örugglega lítið gos en við vitum öll hvernig það var. Þannig að ég ætla að segja bara sem minnst núna,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Verulegt gjóskufall ekki bundið við sjávargos Þorvaldur benti á að það komi að því að gjósi á svæðinu. Undanfarið hafa hann og vísindamenn hjá Háskóla Íslands horft á þá þætti sem ráða því hvar gos gæti komið upp, reyna að spá fyrir um líklegustu staðina „Og síðan kanna hvaða helstu rennslisleiðir hraun myndi fara ef til hraungoss kæmi. En þið megið ekki gleyma því að þó verði hraungos þá fylgir basaltvirkni bæði kvikustrókavirkni og gjóskufall. Hversu mikið það er fer alveg eftir því hversu mikil framleiðnin er í gosinu. Og gosin þurfa ekki að fara í sjó til að búa til verulegt gjóskufall, við skulum hafa það líka í huga,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ekki væri vitað hversu djúpt kvikan sem nú er fylgst með er í jörðu. „En reynslan segir okkur að það er greinilega mjög öflugt kvikugeymsluhólf á svona 8-10 kílómetra dýpi undir Reykjanesinu og mjög líklegt að kvikan sem kemur upp í eldgosinu komi frá slíkum hólfum fyrst og fremst,“ sagði Þorvaldur. „Atburðarásin í gosinu sjálfu byrjar oft með mestu framleiðninni í byrjun. Við getum búist við að hún toppar fljótlega eftir að gos hefjist, það gætu verið klukkustundir, að gætu verið dagar. […] Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa áhyggjur af í upphafi svona gosa er að hraunin sem myndast fyrst myndu sennilega flæða hraðast.“ Enn gætu orðið stórir skjálftar Þá sagði Kristín að halda verði þeirri sviðsmynd inni að enn gætu orðið skjálftar að stærð 5,9 og 6. Á meðan hreyfingarnar eru í gangi er líka enn hætta á skjálftanum við Bláfjöll að stærð allt að 6,5. Þá benti Víðir á að gasmengun af mögulegu eldgosi þyrfti að vera í gríðarlegu magni til að verða hættuleg fólki. Þó að við skoðuðum stærstu gosin sem verða á Reykjanesskaganum yrði gasmengun í mesta lagi af þeim skala sem ylli óþægindum. Þorvaldur benti þó á í framhaldi af þessu að Covid-grímur myndu duga skammt gegn gasmengun af völdum eldgoss. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/vilhelm „Ef gosið verður tiltölulega öflugt getur gasmengunin orðið veruleg. Og hvað varðar hraunin; um leið og við vitum hvar upptökin eru er tiltölulega auðvelt að reikna út hversu mikinn viðbragðstíma menn hafa á ákveðnum stöðum,“ sagði Þorvaldur. Þetta væri það sem hefur verið unnið að í Háskólanum svo að hægt sé að segja fólki hversu langan tíma það hefur til að bregðast við. Aldrei nema einn eða tveir vegir í hættu Þá sagði Kristín ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Gera yrði ráð fyrir hinu versta og vona hið besta. Þorvaldur tók undir það. „En miðað við söguna væri ekki óvenjulegt að við værum að fara inn í umbrotatímabil á Reykjanesi. Við erum komin á tíma ef við skoðum söguna. Menn tala oft um 800 ár og það er einmitt svo langt síðan síðasta hrina stöðvaðist. […] En segjandi það er ekki þar með sagt að hún snúi öllu á hvolf, langt í frá.“ Innt eftir því hvort helstu vegum í grennd við virknisvæðið á Reykjanesi verði lokað, komi til eldgoss, sagði Víðir að það yrði að koma í ljós hvernig lokunum yrði háttað. Þorvaldur benti jafnframt á að ef horft væri á jarðfræðina væri afar ólíklegt að sprungur opnist þannig að hraun flæði og loka öllum vegum. „Það yrði mjög sérstakt gos. Þannig að þó að einhverjir vegir væru í hættu þá væru það bara einn eða tveir í einu. Það yrði alltaf einhver vegur opinn fyrir fólk til að koma sér undan.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Pallborðið Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Pallborðinu á Vísi nú síðdegis, þar sem Þorvaldur ásamt Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Klippa: Pallborðið: Jarðhræringar á Reykjanesi - fyrri hluti Brenndur af ummælum í viðtali um Grímsvötn Staðan hefur lítið breyst nú síðdegis frá því sem verið hefur; virknin enn nokkuð bundin við svæðið sunnan við Keili og við Fagradalsfjall. Allt bendir til þess að muni gjósa verði gosið hættulítið. Víðir sagði aðspurður erfitt að segja hvaða áhrif slíkt gos myndi hafa á svæðið. Það fari allt eftir því hvar hraun komi upp og hvernig flæðið verði. „Ég er rosalega lítið fyrir að draga stórar ályktanir áður en atburðirnir verða. […] Stundum hef ég fengið það í andlitið. Í maí 2011 þá var ég í viðtali út af umbrotum í Grímsvötnum og ég sagði í því viðtali að þetta yrði örugglega lítið gos en við vitum öll hvernig það var. Þannig að ég ætla að segja bara sem minnst núna,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Verulegt gjóskufall ekki bundið við sjávargos Þorvaldur benti á að það komi að því að gjósi á svæðinu. Undanfarið hafa hann og vísindamenn hjá Háskóla Íslands horft á þá þætti sem ráða því hvar gos gæti komið upp, reyna að spá fyrir um líklegustu staðina „Og síðan kanna hvaða helstu rennslisleiðir hraun myndi fara ef til hraungoss kæmi. En þið megið ekki gleyma því að þó verði hraungos þá fylgir basaltvirkni bæði kvikustrókavirkni og gjóskufall. Hversu mikið það er fer alveg eftir því hversu mikil framleiðnin er í gosinu. Og gosin þurfa ekki að fara í sjó til að búa til verulegt gjóskufall, við skulum hafa það líka í huga,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ekki væri vitað hversu djúpt kvikan sem nú er fylgst með er í jörðu. „En reynslan segir okkur að það er greinilega mjög öflugt kvikugeymsluhólf á svona 8-10 kílómetra dýpi undir Reykjanesinu og mjög líklegt að kvikan sem kemur upp í eldgosinu komi frá slíkum hólfum fyrst og fremst,“ sagði Þorvaldur. „Atburðarásin í gosinu sjálfu byrjar oft með mestu framleiðninni í byrjun. Við getum búist við að hún toppar fljótlega eftir að gos hefjist, það gætu verið klukkustundir, að gætu verið dagar. […] Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa áhyggjur af í upphafi svona gosa er að hraunin sem myndast fyrst myndu sennilega flæða hraðast.“ Enn gætu orðið stórir skjálftar Þá sagði Kristín að halda verði þeirri sviðsmynd inni að enn gætu orðið skjálftar að stærð 5,9 og 6. Á meðan hreyfingarnar eru í gangi er líka enn hætta á skjálftanum við Bláfjöll að stærð allt að 6,5. Þá benti Víðir á að gasmengun af mögulegu eldgosi þyrfti að vera í gríðarlegu magni til að verða hættuleg fólki. Þó að við skoðuðum stærstu gosin sem verða á Reykjanesskaganum yrði gasmengun í mesta lagi af þeim skala sem ylli óþægindum. Þorvaldur benti þó á í framhaldi af þessu að Covid-grímur myndu duga skammt gegn gasmengun af völdum eldgoss. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/vilhelm „Ef gosið verður tiltölulega öflugt getur gasmengunin orðið veruleg. Og hvað varðar hraunin; um leið og við vitum hvar upptökin eru er tiltölulega auðvelt að reikna út hversu mikinn viðbragðstíma menn hafa á ákveðnum stöðum,“ sagði Þorvaldur. Þetta væri það sem hefur verið unnið að í Háskólanum svo að hægt sé að segja fólki hversu langan tíma það hefur til að bregðast við. Aldrei nema einn eða tveir vegir í hættu Þá sagði Kristín ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Gera yrði ráð fyrir hinu versta og vona hið besta. Þorvaldur tók undir það. „En miðað við söguna væri ekki óvenjulegt að við værum að fara inn í umbrotatímabil á Reykjanesi. Við erum komin á tíma ef við skoðum söguna. Menn tala oft um 800 ár og það er einmitt svo langt síðan síðasta hrina stöðvaðist. […] En segjandi það er ekki þar með sagt að hún snúi öllu á hvolf, langt í frá.“ Innt eftir því hvort helstu vegum í grennd við virknisvæðið á Reykjanesi verði lokað, komi til eldgoss, sagði Víðir að það yrði að koma í ljós hvernig lokunum yrði háttað. Þorvaldur benti jafnframt á að ef horft væri á jarðfræðina væri afar ólíklegt að sprungur opnist þannig að hraun flæði og loka öllum vegum. „Það yrði mjög sérstakt gos. Þannig að þó að einhverjir vegir væru í hættu þá væru það bara einn eða tveir í einu. Það yrði alltaf einhver vegur opinn fyrir fólk til að koma sér undan.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Pallborðið Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira