„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 11:30 Shawn Glover sést hér lengst til vinstri í vörn á móti Stjörnunni í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira