Strákarnir björguðu lífi mínu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 11:30 Þórunn Erna Clausen gekk í gegnum erfiðan missi fyrir áratug síðan og hefur nú gefið út plötu með lögum til Sjonna Brink. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen. Einkalífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen.
Einkalífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira