Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 13:01 Matthías Orri Sigurðarson hefur verið illviðráðanlegur í vetur. vísir/Elín Björg Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins. Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“ Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum