Al Arabi lenti undir snemma leiks en náði að jafna fyrir hlé. Aron Einar Gunnarsson lagði svo upp annað markið sem var af dýrari gerðinni á 66. mínútu.
Al Arabi gerði út um leikinn með tveimur mörkum til viðbótar á næstu tíu mínútum og lokatölur 4-1.
Aron Einar var tekinn af velli er tíu mínútur voru eftir af leiknum en Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson stýra liðinu. Bjarki Már Ólafsson er í starfsliðinu.
هدف #العربي الثاني على #السيلية عبر يوسف المساكني د62#كأس_الأمير pic.twitter.com/YPQGk1iTSl
— قنوات الكاس (@alkasschannel) March 3, 2021
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK sem gerði 1-1 jafntefli við Lamia í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum gríska bikarsins.
PAOK hafði unnið fyrri leikinn 5-2 og var því í þægilegri stöðu fyrir leik kvöldsins.
Theodór Elmar Bjarnason spilar með Lamia en hann spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins.
📝#MatchReport Η ανάλυση του αγώνα: Πρόκριση στα ημιτελικά με νέα πρόσωπα - https://t.co/XgJ7xjYYGm #LAMPAOK #GreekCup pic.twitter.com/QJvhsFSQwW
— PAOK FC (@PAOK_FC) March 3, 2021
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem gerði 2-2 jafntefli gegn St. Polten í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Jöfnunarmark Rosengård kom í uppbótartímanum og því er allt jafnt fyrir síðari leikinn sem fer fram í Austurríki í næstu viku.
Glódís Perla lék allan leikinn fyrir Rosengård en Kristún Rut Antonsdóttir síðasta stundarfjórðunginn fyrir St. Poelten.