„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 15:31 Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Sjá meira