Bale og Kane sáu um Palace | Totten­ham bara tveimur stigum frá Meistara­deildar­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir fóru mikinn í kvöld.
Þessir tveir fóru mikinn í kvöld. Getty Images

Tottenham Hotspur vann 4-1 sigur á Crystal Palace í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gareth Bale og Harry Kane fóru mikinn.

Leikur Lundúnaliðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik en á 25. mínútu átti Kane góða sendingu fyrir mark gestanna þar sem Bale gat ekki annað en skorað. Eftir það róaðist leikurinn líkt og svo oft áður þegar Tottenham kemst yfir.

Það var hins vegar eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Christian Benteke jafnaði metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Luka Milivojević þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Tottenham hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti en aftur átti Kane sendingu á Bale sem gat ekki annað en skorað. Á 52. mínútu var Kane búinn að fá nóg af því að leggja upp og negldi knettinum í netið úr nánast ómögulega hægra megin við vítateig Palace.

Tók hann boltann í fyrsta eftir stutta sendingu Matt Doherty. Magnað skot sem sveif yfir Vicente Guaita í marki Palace og í fjærhornið.

Kane bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Tottenham þegar þrettán mínútur lifðu leiks. Hann skoraði þá með góðum skalla í autt markið eftir fyrirgjöf Heung-Min Son frá vinstri. Var það mark sögulegt. 

Staðan þar með orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Tottenham lyftir sér þar með upp í 6. sæti deildarinnar með 45 stig, aðeins tveimur stigum minna en Chelsea sem er í 4. sæti með 47 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira