John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 14:07 John McAfee hefur átt skrautlega ævi. Hann var handtekinn á Spáni í október. Getty/Cyrus McCrimmon Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48