Formúla 1

Ný skýrsla um árekstur Romain Grosjean bendir á yfir 20 hluti sem mætti laga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bíll Romain Grosjean varð alelda í kappakstrinum í Barein 29. nóvember síðastliðinn.
Bíll Romain Grosjean varð alelda í kappakstrinum í Barein 29. nóvember síðastliðinn. Kamran Jebreili/Getty

Romain Grosjean lennti í hörðum árekstri í Formúlu 1 sem haldin var í Barein 29. nóvember síðastliðinn. Í nýrri skýrslu kemur fram að líkami Grosjean hafi þurft að þola 67 G ásamt því að sitja lengi í alelda bílnum.

FIA eða Federation Internationale de l'Automobil gaf út skýrsluna á dögunum þar sem þeir benda maðal annars á yfir 20 hluti sem mætti eða þyrfti að bæta.

Meðal þeirra hluta sem þeir benda á að hægt væri að bæta eru breytingar á bílum, vegriðum, brautum, öryggisbúnaði ökumanna og viðbragði sjúkrateyma.

Forseti FIA, Jean Todt, segir að skýrslan veiti þeim mikilvæga innsýn í hvað þurfi að gera til að halda áfram á þeirri vegferð að bæta öryggi.

Árekstur Grosjean var einn sá óhugnalegasti sem sést hefur í mörg ár, en eftir áreksturinn var Grosjean fastur í brennandi bílnum í næstum hálfa mínútu. Hann náði þó sem betur fer að koma sér út og er við góða heilsu í dag. 

Grojean hlaut brunasár á hendur sem hafa nú gróið nægilega mikið svo hann geti byrjað að keppa aftur í Indycar mótaröðinni.

Hægt er að lesa ítarlegri útlistun skýrslunnar á heimasíðu FIA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×